Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 9
Samkvæmt „120 búa úrtakinu“ eru vaxtatekjur kr.
323,00 en vextir af skuldum kr. 314,00. Þessi mis-
munur er það lítill að okkur þykir rétt að reikna
ekki meðalbóndanum vaxtatekjur né vaxtagjöld.
Við mótmælum því eindregið að við verðlagningu
landbiínaðarafurða sé einum og sama manni, þ. e.
a. s. bóndanum skipt í „eignarmann,“ sem fær sína
vexti af fasteignum og bústofni og „verkamann,“
sem fær sínar tekjur af vinnu og að loks sé svo
aðeins „verkamaðurinn“ borinn saman við aðrar
vinnandi stéttir.
Að lokum viljum við benda á að það er svo
fjarri sanni að segja að bóndinn sem lagt hefur
eign sína í fasteignir og bústofn „vaxtalaust“ hafi
skaðast á því að leggja ekki peningana í sparisjóð
í staðinn. Reikni hver sem vill út, hverjum hefur
betur farnast, verkamanninum sem undanfarin 10 ár
hefur lagt sparifé sitt í banka og hefur þurft að
horfa upp á að dagkaupið, sem lagt var til hliðar
árið 1939 og þá að kaupmagni samsvarandi 36 lít.
af mjólk, nú í dag að viðbættum 5% vöxtum og
vaxtavöxtum, nægir fyrir tæpum 10 lít. eða þeim er
lagt hefur fé sitt í fasteignir og bústofn, sem sífellt
hafa hækkað í verði.“ Hagstofustjóri úrskurðaði vaxta
útgjöld bænda kr. 900,00 á vísitölubúið.
Um liðinn um laun, hefur jafnan verið ágreining-
ur í nefndinni. Bændafulltrúarnir halda því fram,
að keypt vinna við vísitölubúið sé allt að 70% af
kaupi bóndans, en neytendafulltrúarnir telja sig geta
rökstutt það að aðkeypta vinnan sé innan við 40% af
kaupi bóndans. í haust féllst yfirnefndin að veru-
legu leyti á þetta sjónarmið neytendafulltrúanna. I
haust færðu neytendafulltrúarnir svohljóðandi rök
fyrir tillögu sinni um aðkeypta vinnu við vísitölu-
búið:
„Við álítum að „120 búa úrtakið* sé nærri því
að sýna rétta mynd af launagreiðslum meðalbónd-
ans en hið eldra „113 búa úrtak“ og kemur þar
bæði til hið ósjálfráða úrval hreppstjóranna er völdu
þau bú, en einnig og sérstaklega að „120 búa úrtakið“
er einu ári nær nútímanum. Einn galli er þó á „120
búa úrtakin,“ sem við viljum benda á, sem sé það
að búskýrslurnar bera ekki með sér hvernig launa-
greiðslurnar skiptast eftir greiðslu í fríðu og greiðslu
í peningum, heldur aðeins tilfærðar heildarupphæð-
ir.“
Undanfarin ár hefur nefndin verið sammála um
að reikna tekjur bóndans 9,1 stundir á dag alla
virka daga ársins, eða í 300 daga á ári með lág-
markskaupi verkamanns í Reykjavík, miðað við það
kaup sem verið hefur á líðandi vísitöluári. í haust
gerðu bændafulltrúarnir kröfu til þess að kaupið
yrði reiknað á kr. 9,24 allt árið, en ekki með kr,
8,40 í tæpa tíu mánuði, en kr. 9,24 í hina mánuðina,
eins og eðlilegt var samkvæmt áðurgildandi reglu.
Meirihluti yfirnefndarinnar féllst á tillögu bænda.
f greinargerð neytendafulltrúanna í haust segir svo
um kaup bóndans:
„Nefndin lét gera rannsókn á meðalnettótekjum
verkamanna og iðnaðarmanna víðs vegar á landinu
árið 1948, og fara niðurstöður þeirra rannsókna
hér á eftir:
Kanpstaðir yfir 1000 íbúar: Meðal nettótekfur
Reykjavík ...............
Akureyri ................
Hafnarfjörður ...........
Vestmannaeyjar ..........
ísafjörður ..............
Akranes .................
Meðaltal
Kr. 27.547.00
- 24.502.00
- 27.278.00
- 22.649.00
- 22.364.00
- 26.960.00
Kr. 24.751.00
Kauptún og kaupstaðir með minna en 1000 íbúa.
Sauðárkrókur .............. Kr. 17.468.00
Seyðisfjörður .............. - 21.113.00
Stykkishólmur .............. — 20.537.00
Rolungavík ................. — 19.313.00
Eyrarbakki ................. — 19.390.00
Meðaltal Kr. 19.564.00
Samkvæmt þjóðartekjurannsókn skipulagsnefndar
atvinnumála, árið 1945, var skipting giftra verka-
manna, sjómanna og iðnaðarmanna, sem hér segir:
í Reykjavík ............. 43,2 %
í kaupstöðum ............ 31,7 %
í kauptúnum................ . 25,1 %
100,0 %
Hér eru verkamönnum, sjómönnum og iðnaðar-
mönnum utan kauptúna og kaupstaða sleppt.
Séu þessar niðurstöður bornar saman, fæst eftir-
farandi áætlun um meðaltekjur allra giftra verka-,
sjó- og iðnaðarmanna:
Reykjavík .. Kr. 27.547 x 0,432 = 11.900.00
Kaupstaðir .. - 24.751 x 0,317 = 7.846.00
Kauptún .. — 19.564 x 0,251 = 4.911.00
Kr. 24.654.00
VINNAN
167