Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 13
V erkakvennaf élagið
Framsókn 35 ára
Á þessu hausti eru liðin þrjátíu og fimm ár síðan
Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað. Um leið
og Vinnan vill minnast þessa merka afmælis félags-
ins, verður saga þess rakin í fáum dráttum, en
vegna þess hve blaðinu er þröngur stakkur skorinn,
verður aðeins hægt að- stikla á stóru.
Vorið 1913 kom það til umræðu á fundi í Kven-
réttindafélagi Islands, hvort það félag gæti ekki
gert eitthvað til að bæta kjör þeirra verkakvenna,
sem einkum ynnu útivinnu, fiskverkun og því um
líkt. Málshefjandi um þetta var frú Jónína Jónatans-
dóttir. Þessu var vel tekið og nefnd kosin til að at-
huga málið. Ekki varð þó af félagsstofnun að sinni,
en seinna á árinu fóru nokkrar áhugasamar konur
úr félaginu til helztu atvinnurekenda og kiöfðust
Jónína Jónatansdóttir
Jóhanna
Egilsdóttir
kauphækkunar fyrir verkakonur. Fór svo að á næsta
vetri hækkaði kaup úr 17—18 aurum á klukkustund í
20 aura.
Vorið 1914 héldu svo þessar konur, undir forystu
Jónínu Jónatansdóttur, fund með verkakonum og
var ákveðið að reynt skyldi með haustinu að stofna
félag fyrir verkakonur. Þann 25. október haustið 1914
var svo kallaður saman fundur í Góðtemplarahúsinu.
Var sérstaklega boðað til hans á fiskverkunarstöðvun-
um. Þáttaka var mjög góð. Mættu þar 68 konur og
ákváðu að stofna fyrsta verkakvennafélagið á Is-
landi. Á næsta fundi félagsins var því svo, samkvæmt
tillögu frú Jónínu Jónatansdóttur valið nafnið Fram-
sókn.
Var sá fundur haldinn 28. nóv. Lagði þá bráða-
birgðarstjórn, sem kosin hafði verið á fyrri fundinum,
fram lagafrumvarp, er hún hafði samið. Var það
samþykkt óbreytt.
Bráðabirgðastjórn var þannig skipuð:
Jónína Jónatansdóttir, formaður.
Karolína Siemsen, varaformaður.
Bríet Bjrnhéðinsdóttir, ritari.
Jónína Jósefsdóttir, fjármálaritari.
María Pétursdóttir, gjaldkeri.
Þessi sama stjórn var svo kosin óbreytt á fyrsta
aðalfundi félagsins, sem haldinn var í janúar 1915,
en þá var María Pétursdóttir varaformaður, en Kar-
ólína Siemsen gjaldkeri.
Tilgangur félagsins kemur skýrt fram í fyrstu lög-
um þess. Onnur grein félagslaganna hljóðaði svo:
Tilgangur félagsins er:
1. Að styðja og efla hagsmuni og atvinnu
félagskvenna.
2. Að koma betra skipulagi á alla daglauna-
vinnu þeirra.
3. Að takmarka vinnu á öllum helgidögum.
VINNAN
171