Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 22

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 22
milli þess, sem þeir Súlla og Cæsar voru ræðismenn, en það var einmitt um þær mundir, sem matgerðar- listin stóð með sem mestum blóma. Nafn uppfinn- ingamannsins er óþekkt. En hver, sem komið hefur til Rómaborgar, man vafalaust eftir hinu stóra og tígulega minnismerki yfir Cæsilíu Metella, er stend- ur við Vía Appía. Cæcilía var heimskona mikil, fög- ur og samkvæmismanneskja af lífi og sál. Dreym- andi Kýpurtré standa í hvirfingu um minnisvarða hennar, í staðinn fyrir kunnustu spjátrunga hinnar fornu Rómaborgar, sem umkringdu hana í lifanda lífi. í stuttu máli. Eignmaður þessarar konu gæti sem bezt, að dómi arfsagnanna, hafa fundið upp gæsa- lifrarkæfuna. Hins vegar voru það Germanir, sem kenndu Róm- verjum, hvernig hægt er að nota dúninn. Það voru setuliðsmenn við Rín, sem fyrstir lærðu að reita gæs- irnar og stinga dúninum í svæfla og sængur. Loks voru það gæsirnar, sem létu af hendi við okkur annan og ekki ómerkilegan þátt til framvindu menn- ingarinnar. Það voru þær, sem gáfu okkur fjaðra- pennánn. Gæsafjaðrapennans er fyrst getið á Spáni á 7. öld eftir Krist. A miðöldum var gæsafjaðrapenna- gerðin iðngrein, og þannig hélst fram á 19. öld, þegar tekið var að smíða stálpenna. Hvílík örlög: Að þjóna heimsspekingum og lær- dómsmönnum í þúsund ár og verða svo ekki annað að lokum en „heimsk gæs“. En uglan, sem enginn hefur heyrt þess getið um, að hafi neitt afrek unnið í þágu menningarinnar, það er hún, sem öðlast þann heiður að vera hinn „fljúgandi aðstoðarforingi“ hinn- ar vísu Pallas Aþenu. KRAFTAVERK MJÓLKURINNAR Dálítið meira þakklæti, — þó innan vissra tak- marka, — hafa menirnir sýnt einu húsdýra sinna. Þessi skepna er kýrin. Þær þjóðir eru að minnsta kosti til, sem vernda hana, og það eru Indverjar. Meira að segja fyrir fimm þúsundum ára„ er því lýst yfir í gamalli grískri lagasetningu, að kýrin sé heilög. Lotning sú, sem Indverjar bera fyrir kúnum er af trúarlegum toga spunnin. En um leið er hún afleiðing þess sóma, sem kúnni er sýnd sem fóstur- móður, og er harla eðlileg meðal frumstæðra akur- yrkju- og kvikfjárræktarþjóða, þar sem dásemdir mjólkurinnar ber sífellt fyrir augu. Þær hlutu blátt áfram að líta á mjólkina sem eins konar guðdómlega lífsveig. Bóndinn sá, hvernig konan hans ól barnið á mjólk sinni í 3—4 ár (börn eru höfð svo lengi á brjósti í Austurlöndum). Hann sá, hvernig þessi dá- semdardrykkur lét bein, vöðva, tennur og hár barns- ins vaxa og sá það fara að ganga og tala. Hvernig mátti hann annað en virða þetta dýr, sem átti þenn- an lífsgjafa í enn ríkara mæli? Alla leið fram á okkar daga hefur kúnni heppnast að halda helgisæti sínu — Maharajainn af Udaipúr ber enn heiðurstitilinn „verndari kúnna,“ og Hindúi, sem vill tryggja sér hylli Brahmans, segir við hann. „Þú ert minn Brahman, en ég vil vera kýrin þín“. Oteljandi illdeilur hafa risið milli Hindúa og Múham- eðstrúarmanna, vegna þess að Múhameðstrúarmenn hafa verið sakaðir um að hafa drepið kú. Það skall hurð nærri hælum, að Bretar misstu yfirráðin í Indlandi, þegar uppreisn Nana Sahibs brauzt út árið 1857. Orsök þessarar uppreisnar var orðrómur, sem einhver hafði komið á loft um að enskar her- sveitir í Indlandi smyrðu skothylki sín með nauta- tólg, (en meðal Múhameðstrúarmanna var það látið í veðri vaka, að skothylkin hefðu verið smurð með svínsfeiti). Kýr má ekki drepa og ekki má heldur neyta nautakjöts. En ef þær verða sjálfdauðar er ekki bannað að hagnýta skinnið. Sérstök stétt manna verður að annast birkjunina, — og nýtur hún einna minnstrar virðingar allra manna. En af því að þetta er bærileg atvinna, varð hin umrædda stétt að hindra vaxandi aðstreymi. Lotningin fyrir kúnum fer oft og tíðum út í öfgar. T. d. ef kýr er á ferð eftir götu í þéttbýlli borg, víkja allir til hliðar fyrir henni. Ef henni skyldi detta í hug að leggja sig á miðri sporbrautinni, nemur vagninn staðar. Öku- maðurinn stígur út úr honum, og reynir með blíðu- orðum að fá kúna til þess að þoka frá. Farþegarnir bíða þolinmóðir, unz kúnni þóknast að verða við óskum þeirra. Þessi lotning fyrir kúnum hefur líka sínar skuggahliðar. Kynstofninn úrkynjast. Veruleg- ur þáttur af verðmæti skepnunnar er atvinnulífinu tapaður. Hungursneyðin er tíður gestur í Indlandi, og verði menn bjargarlausir fyrir kýrnar, er þeim ekki slátrað og þær hafðar til matar, heldur látnar drepast úr sulti. Og hætti kýrin að mjólka, hætta fátækir bændur líka að gefa henni. Undarlegt er það, að virðing sú, sem mjólkin nýtur meðal Indverja og Evrópumanna, skuli ekki hafa borizt nágrönnunum, Hindúum og Kínverjum. Kín- verjar smakka ekki mjólk, og sama máli gegnir um Japana og Indíána í Ameríku. Hins vegar er mjólkin í miklum metum í Mið- og Vestur-Asíu, — þar neyta menn ekki aðeins kúamjólkur, heldur einnig geita- sauða- og úlfaldamjólkur fyrst og fremst kaplamjólk- ur. Ur kaplamjólkinni er búið til kúmys: gerjuð mjólk sem er aðalbjörg Kirgisa og Tartara. Það má virðast undarlegt, að hvorki Spánverjar í Suður-Ameríku né Indíánar neyta kaplamjólkur, þó að hrossakjötsát sé almennara þeirra á meðal. Kúmys er súr, freyð- 180 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.