Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 30

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 30
ævintýralega álfheima, og yfir öllu var dularfullt huldublik. Á þessum Glæsivöllum var hver laut ang- andi Víðidalur, og hver þúfa sólroðinn Tindastóll. Og ekki þurfti að kvíða fátæktinni í þessari töfra- veröld, því að hver bali var vaxinn peningagrasi, og nóg var af gullinu meðan dögginn glóði á maríu- stakknum í morgunsólinni. Þarna eignuðumst við aðlaðandi félaga, eins og Lalla litla frá Botni, sem var nærri drukknaður í lauginni á Lauglandi af einskærum áhuga, þegar hann var að læra að synda, og Geir litla í Hraungerði sem stalst frá heyþurrkinum og heim í stofu, af því að hann langaði svo mikið að spila á nýja orgelið og syngja, og þá hafði maður ekki minnsta grun um, að maður ætti sjálfur eftir að læra sund og leikfimi hjá hinum fræga sundkappa Lárusi Rist, sem nú var ekki lengur kallaður Lalli frá Botni - og nema undirstöðu- atriði í söng og tónfræði hjá Geir Sæmundssyni vígslubiskupi, sem hafði sungið fyrir konginn og var ekki Geir í Hraungerði lengur. Og þarna eignuðumst við fleiri kunningja, svo sem huldufólk og álfa og dverga sem bjuggu í hverjum hól og hverjum steini. En svo yfirgáfum við fagrahvamm bernskunnar og héldum af stað út í lífið. Og nú stóðum við ekki undir handarkrika Sigurbjarnar Sveinssonar lengur, og um leið lokuðust álfheimarnir, huldublikið hvarf, og langt er nú síðan sézt hefur bláklædd huldukona fyrir utan tún eða dvergajarmur heyrzt í steini, og rauðgrautur orkar ekki lengur á okkur á sama hátt og skáldskapur, því að kryddaðar kræsingar stór- pólitískra bókmennta hafa skemmt í okkur hina and- legu bragðlauka. Við sem sé, uxum upp, gerðumst miklir menn, í eigin augum, náðum því hámarki þekkingarinnar að hafa lesið öll dagblöð veraldarinnar og gleymt þeim aftur, slömpuðumst á stúdentspróf, sumir okkar fyrir óskiljanlega náð heilags anda, og urðum um leið svo gáfaðir, að við höfum ekki beðið þess bætur síðan. Og við fengum spegilbrot í augað og sjáum nú allt afskræmt, og líka hjartað, því það er orðið kalt. Og nú brjótum við heilann um það, hvað það er í ævintýrum Sigurbjarnar Sveinssonar, sem töfraði okkur, þegar við vorum börn. Er það hin einfalda tæra frásagnarsnilld, eða er það hinn óviðjafnanlegi hæfileiki hans til að lifa sig inn í hugarheim óspilltra, barnslegra sálna. Það er vafalaust þetta og ef til vill margt fleira og þó sérstaklega eitt, sem er aðall alls skáldskapar og allra lista og heitir sálargöfgi, ef ég kann að nefna það. Sigurbjörn Sveinsson hefur aldrei fengið spegilbrot í augað og ekki heldur hjart- að. Það er þess vegna, sem veröldin verður að töfr- andi álfheimi, þegar við stöndum undir handarkrika hans, grámóska hversdagslífsins að leyndardóms- fullu huldubliki og döggin á maríustakknum að gló- andi gulli í sólskininu. Karl ísfeld f-----------------------------------'x SAMBANDS- tíðindi v___________________________________' NÝ SAMBANDSFÉLÖG Bifreiðastjórafélag Strandasýslu var veitt viðtaka í Alþýðusambandið á fundi miðstjómar, er haldinn var 24. okt. s. 1. Félagið var stofnað 25. sept. og voru stofnendur 14 að tölu. Stjórn félagsins er skipuð þessum mönnum: Formaður: Vilhjálmur Sigurðsson, Hólmavík. Ritari: Jóhann Jónsson, Kaldrananesi. Gjaldkeri: Bjarni Eysteinsson, Bræðrabrekku. NÝIR SAMNINGAR Verkalýðs- og Sjómannafélagið Bjarmi á Stokks- eyri gerði 15. okt. s. 1. samkomulag við vinnuveitendur á Stokk- eyri urn grunnkaupshækkun án uppsagnar á samningnum. Samkævmt samkomulaginu hækkar grunnkaup karla við almenna vinnu úr kr. 2,80 á klst. í kr. 3,08, og kaup kvenna úr kr. 1,75 í kr. 2,00 á klst. Múrarafélag Reykjavíkur gerði nýja samninga við Múrarameistarafélag Reykjavíkur 15. ágúst s. 1. Aðalbreyting á samningi þessum frá hinum fyrri, er að tímakaup hækkar úr kr. 3,65 í kr. 4,00 og ákvæðisvinnutaxtinn hækkar um 10% til jafnaðar. Bifreiðastjórar og netagerðarmenn á ísafirði Bílstjóradeild verkamannafélagsins Baldurs á Isafirði og Dröfn, deild netavinnumanna í sama félagi, hafa fengið kjarabætur með nýjum samningum. Akstursgjöld vörubifreiða hækka úr kr. 24,00 á klst. upp í kr. 27,00 og innanbæjarakstur hækkar úr kr. 6,50 upp í kr. 8,50 miðað við einstakar ferðir. Grunnkaup netavinnumanna hækkar úr kr. 2,82 upp í kr. 3,40 á klst. Kauptrygging netavinnumanna, sem vinna á Siglufirði um síldveiðitímann hækkar úr kr. 125,00 til 143,75 á viku; tjörgun neta og nóta hækkar úr kr. 3,98 upp í kr. 4,42. Þá hafa greiðslur fyrir ákvæðisvinnu við skelflettingu, inn- pökkun og niðurlagningu á rækjum hækkað. 188 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.