Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 26

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 26
BOKAOPNAN f L-— .....1 " Vígvöllur eða fílabeinstum ? Steinn Steinarr: Tíminn og vatnið. Útgefandi Helgafell. Rvík 1949 Síðast liðinn vetur kom út ný ljóðabók eftir eitt af beztu ljóðskáldum okkar, Stein Steinarr, Tíminn og vatnið, fjórtán kvæði. Við lestur þessara kvæða leynir sér ekki, að skáldið hefur „lagt um röddin,’‘ eins og sagt er á söngmáli. Steinn Steinarr hefur nú sagt skilið við sína gömlu sálufélaga í skáldskapnum, þá Carl Sandburg, Arthur Lundquist og þess háttar fólk og valið sér nýja, andlega förunauta, og þá fyrst og fremst hið nýbakaða Nobelsverðlaunaskáld Breta, T. S. Eliot. Enginn skilji orð mín svo, að verið sé að gefa í skyn, að Steinn hafi farið ófrómum fingrum um verk téðra höfunda. Því fer víðs fjarri. T. S. Eliot hefur áreiðanlega ekki orðið fyrir nein- um búsifjum af völdum Steins. Ég á aðeins við það, hvaða, skáld hafa haft áhrif á ljóðagerð Steins, og af hverjum hann hefur lært. Skáldskapur T. S. Eliots hefur löngum þótt nokkuð torskilinn, svo að sumar útgáfur á verkum hans eru með skýringum á textanum. Það vakti því ekki litla furðu, að „Hinir átján,“ Nobelsverðlaunanefndin, skyldi geta brotið hann til mergjar, ekki síst þar sem sú saga gekk, að fram að þeim tíma hefðu aðeins þrír menn í veröldinni skilið, hvað hann var að fara. Einn var bókmenntafræðingur, sem nú er dauður, annarr prófessor, og hann er á geðveikrahæli, og þriðji var T. S. Eliot sjálfur, en hann er nú sagður búinn að gleyma því. Sagt hefur verið að helzti lærimeistari T. S. Eliots sé Ezra Pound. Það er mjög vafasamur bókmennta- skilningur, enda þótt Ezra Pound sé eitt áhrifamesta skáld hins enskumælandi heims um þessar mundir. T. S. Eliot er frjór og skapandi málsnillingur, og á því sviði er lærimeistari hans enginn annar en Dante sjálfur, með hinu tæra, lyriska máli sínu á Purgatorio og Paradiso. Af öðrum lærimeisturum hans má nefna frönsku symbolistana frá 1880 og 1890, einkum Rim- baud og Laforgue, og ensk skáld frá því um sextán hundruð, einkum John Donne. T. S. Eliot þykir lítið koma til heimspeki vest- rænna þjóða og hefur því setzt við fótskör Austur- vegsvitringa. Heimspeki hans virðist vera sambland úr Biblíunni, einkum prédikaranum, og frumspeki, eða háspeki, Patanjalis. Til þess að fá einhvern grun um, hvað hann er að fara, þurfa menn því að vera talsvert Biblíufróðir, sæmilega að sér í hávamálum Indíalands og hafa jafnvel einhverja nasasjón af Swami Vivekananda. Sá, sem þetta ritar, telur sig þó hafa skilið nokkurn veginn fjórða kaflann í þriðja fersöngnum í ljóðasvítunni „Fjórir fersöngvar,“ eftir Eliot, en þó má vera, að það sé, fullmikið sjálfstraust, enda þótt kaflinn sé aðeins ein blaðsíða. Steinn Steinarr er gáfað ádeiluskáld og vígfimur bardagamaður. Hann hefur mikið vald á máli og kann að ydda ljóðsetningar sínar, þangað til þær stinga. Það er því hæpin ráðstöfun hjá honum að hverfa af vígvellinum og loka sig inni í fílabeins- turninum hjá Eliot. Ef til vill á hann eftir að koma aftur út fyrir hliðið. Kannske er sams konar tvískinn- ungur í honum og hinu ágæta sænska skáldi Hjalm- ar Gullberg, sem kvað um sjálfan sig: „Þér tumsins menn, ég til mig yðar liðs, þótt turnsins lög ég einnig geti brotið. Einn daginn mun ég hittast utan hliðs með hjartað sundur skotið.“ En skáldum er nauðsynlegt að eiga sér andlega förunauta. Þeir sem sennilega eru einna helzt við hæfi Steins, eru ungu eftirstríðsskáldin ensku og frönsku, svo sem t. d. John Pudney (enskmr), Louis Aragon, Jean Marcennac og Robert Desnos (fransk- ir), svo að fáein nöfn séu nefnd. Það eru sennilega ekki aðrir en Steinn Steinarr sjálfur, sem geta með sanni sagt, að þeir viti hvað hann er að fara í þessum fjórtán kvæðum í ljóðabók- inni Tíminn og vatnið — ef hann er þá ekki búinn að gleyma því. En allt um það eru þessi ljóð gædd 184 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.