Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 24

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 24
FRANCIS CARCO: HANDTAKAN Það var ekki hinn heimskulegi glæpur, sem hann hafði framið í Racinegötu, sem hann var að brjóta heilann um. Hann var að hugsa um það, hversu gamla konan, sem hann hafði myrt, hafði verið und- arlega lík móður hans, sem var iðin og dugleg hús- móðir. Hann hafði ekki veitt þessu athygli, fyrr en hann var búinn að drýgja glæpinn. Georg minntist milda, ráðvendnislega augnaráðsins, munnsvipsins, sem bar vott um takmarkalaus gæði, og ennisins, sem var krýnt þunnu, sléttgreiddu hári. Eg öfunda engan af að vera í sporum Georgs: að þurfa að gera upp við samvizku sína á köldum og gráum vetrarmorgni í stúdentsíbúð sinni með skitna tvö hundruð franka í vasanum. Hann hafði komið þennan morgun heim í herbergi sitt, sem var við hliðina á mínu herbergi, og ég heyrði, þegar hann kom. Dauf morgunskíman gægð- ist inn milli rimlanna á gluggatjaldinu. Um þetta leyti sólarhringsins heyrist margs konar hávaði Grænmetissalarnir eru komnir á stjá, skrölt fyrstu sporvagnanna heyrist í þokunni og hásar raddir klútasalanna. Um þetta leyti fara fjárhættuspilararn- ir og nætursvallararnir heim að sofa, en fátækar kon- ur vakna skjálfandi á bekkjum sínum. Þetta er tími skáldanna og slæpingjanna. Ég heyrði Georg ganga um gólf í herberginu sínu, en því næst fór hann að hátta, og ég varð að berja hressilega á dyrnar hjá honum um kvöldið, þegar ég kom til að færa hon- um skeytið, sem hann las órólegur á svip. Þetta var tilkynning um, að móðir hans væri dáin. Ég hef ekki skáldað neitt inn í þessa sögu. Georg tilkynnti föður sínum, sem bjó úti á landi, símleiðis, um hvert leyti hann kæmi daginn eftir. Hann sá móð- ur sína hvíla í rúminu, sem hún hafði alið hann í. Hann sá föður sinn, bræður sína tvo og litlu systur sína, og sorgarbúningur þeirra vakti honum mikla skelfingu. Hann grét lítið. Hvers vegna gat hann ekki grátið? Hann horfði á móður sína. í krosslögð- um höndunum hélt hún á krossinum, sem hann hafði svo oft séð hana krjúpa frammi fyrir. Og hann sá fleira, sem vakti endurminningar hans. Þegar hann gekk til bræðra sinna, föðmuðu þeir hann að sér, svo að hann gæti eignazt hlutdeild í sorg þeirra. En sorg hans var ekki sama eðlis og harmiir þeirra. Georg, sem var elstur systkinanna, gat ekki grátið. En hann þjáðist miklu meira en hann hefði getað ímyndað sér, því að honum hvarf ekki úr huga, hversu konan, sem hann hafði myrt, hafði verið lík móður hans. Þetta hafði grópazt inn í hug hans, og hann gat ekki losnað við það, hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Að lokum sætti hann sig við það, en það sótti svo ákaft á hann, að hann varð stöðugt að vera á verði, svo að hann kæmi ekki upp um sig. Meðan hann beið eftir lestinni hafði hann setið milli tveggja kaffihúsgesta, og á leiðinni, í járnbraut- arvagninum, hafði hann setið milli tveggja ferða- félaga og sökkt sér ofan í lestur kvöldblaðanna. Þar var skrifað um glæpinn, glæpinn, sem hann hafði framið. En hve það vakti honum undarlega tilfinn- ingu að geta leikið lausum hala. Georg létti. Hann taldi sjálfum sér trú um, að hann væri kominn yfir það örðugasta. Lögreglan mundi ekki ónáða hann. Vitund þess að vera frjáls ferða sinna og fullvissan um það að verða ekki tekinn fastur á leiðinni, fyllti hann öryggistilfinningu. Hann rakti í huganum öll atvik glæpsins, sem hann hafði framið. Skyldi hann nokkurn tíma geta gleymt nokkru atriði í sambandi við þennan glæp? Nei, minningin um gömlu konuna, sem hann hafði myrt í Racinegötu, ásótti hann misk- unnarlaust. Georg varð að bíða til næsta kvölds eftir Parísar- blöðunum og fékk hann þá grunsemdir sínar stað- festa og ótti hans og kvíði óx. En hann hafði vald á sér. Svörtu fötin, sem litli klæðskerinn, sem hafði saumað á hann í gamla daga, hafði saumað, fóru honum illa. Hann fór í þau í þeirri hjátrúarkenndu von, að þau mundu, fremur en nokkuð annað, leiða frá honum grun .... En við hvað var hann í raun- inni hræddur? Var hann ekki í bannhelgum stað hér í húsi sorgarinnar? Hann blygðaðist sín fyrir þessa hugsun. Hann hafði fengið þá hugmynd, að dauði móður hans hreinsaði hann af glæpi hans, og hann 182 V.INNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.