Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 31

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 31
Verkctmctnnafélctgið Þór á Seífossí gerði 5 okt. s. 1. samninga við atvinnurekendur á staðnum um kaup og kjör verkamanna. Samkvæmt samningi hækkar grunnkaup karla i almennri vinnu úr kr. 280 á klst. í kr. 3,08. Smávegis breytingar aðrar urðu frá eldri samningi. Samn- ingurinn gildir frá 24. okt. 1949 mánuð í senn, með mán- aðar uppsagnarfresti. Verkalýðsfélag Stöðvarfjarðar gerði samninga við kaupfélagið og hraðfrystihúsið á Stöðv- arfirði 30. sept. s. 1. Samkvæmt samningunum er kaup karla nú kr. 3,00 á klst. í almennri vinnu, kr. 3,90 í eftirvinnu og kr. 5,70 nætur- og helgidagavinnu. Kaup við kol, salt og sement er kr. 3,75 og kaup kvenna kr. 2,15 á klst. í dagvinnu. Samningurinn gildir frá og með 1. okt. 1949 og er upp- segjanlegar hvenær sem er, með mánaðar fyrirvara. Verkalýðsfélag Borgarness gerði samninga 22. sept. s. 1. um kaup og kjör bifreiða- stjóra í Borgarnesi. Mánaðarkaup bifreiðastjóra með minnaprófi er nú kr. 600,00 í grunn, en meiraprófs-bifreðastjóra kr. 650,00. Heimilt er að taka að sér akstur á litlum fólksbifreiðum fyrir 41 % af brúttótekjum bifreiðarinnar. Tímakaup bifreiðastjóra er kr. 3,40 í dagvinnu, en kr. 3,60 fyrir stjórn á vélskóflum, jarðýtum, vegheflum og kranabílum. Samningurinn gildir í 3 mánuði í senn og er uppsegjan- legur með eins mánaðar fyrirvara. Verkamannafélag Arnarneshrepps, Hjalteyri gerði samning við H. f. Kveldúlf 9. sept. s. 1. Samkvæmt samningnum hækkaði kaup karla í almennri vinnu úr kr. 2,90 á klst. í kr. 3.08 og kaup við aðra vinnu hækkaði hlutfalfslega. Samningurinn gildir til 15. maí 1950 og framlengist um eitt ár, ef honum er ekki sagt upp fyrir 15. apríl 1950. Verkalýðs- og Sjómannafélag Djúpavogs gerði samning 12. júlí s. 1. við Kaupfélag Berufjarðar. Samkvæmt samningnum verður kaup karla í almennri vinnu kr. 3,00 á klst., skipavinnu kr. 3,30 steypuvinnu kr. 3,50 og við kol, salt og sement kr. 3,70. Kaup kvenna í almennri vinnu er kr. 2.20 á klst. Samningurinn er uppsegjanlegur hvenær sem er, með mánaðar fyrirvara. Verkamannafélag Vopnafjarðar samdi 26. okt. s. 1. við atvinnurekendur í Vopnafirði um hækkað kaup fvrir meðlimi sína. Samkvæmt hinum nýja samningi hækkar grunnkaup karla úr kr. 2.68 á klst. í 3.00 kr. og kaup kvenna úr kr. 1.90 á klst. í kr. 1.98. Kaup við skipavinnu, kol salt og sement hækkar hlutfalls- lega jafnmikið og er nú sambærilegt við það, sem er hjá öðrum félögum, sem bezt eru á vegi stödd urn kaup og kjör. I samningunum er einnig ákveðið kaup bílstjóra og vél- stjóra með réttindum og hefir það hækkað hlutfallslega, miðað við kaup annarra verkamanna. Samningurinn gildir frá 28. okt 1949, einn mánuð í senn og er uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara. ......—............................ VINNAN Utanáskrift: VINNAN, Pósthólf 694, Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl ísfeld Blaðið kemur út einu sinni í mánuði. Verð árgangs kr 30.00. Einstök hefti í lausasölu kr. 3.00 og tvöföld kr. 6.00. Gjalddagi blaðsins er 1. júní. Afgreiðsla er í skrifstofu Alþýðusambands íslands í Al- þýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10, Reykjavík. Sími 3980 ÚTGEFANDI ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Prentsmiðja Hafnarfjarðar h.f. s.______________________________________________) Kaupir : Allar teg. lýsi Hrogn Tómar tunnur Fiskimjöl Síldarmjöl Selur : Kaldhreinsað meðalalýsi Fóðurlýsi Lýsistunnur Kol í heilum förmum Salt í heilum förmum Bernhard Petersen Reykjavík sími: 1570 Símnefni: Bernhardo V_________________________________, VINNAN 189

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.