Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 18
Sigríður Hannesdóttir
nætur- og helgidagavinna kr. 1.10. Kr. 2.10 að þvo
100 af þorski.
Það er engin ástæða til að draga hér fjöður yfir
það, að þetta var ósigur fyrir félagið og raunar sam-
tökin í heild sinni."
Þessi samningur rann út um haustið 1926. Fóru
þá útgerðarmenn fram á, að kaupið yrði 60 aurar
eða helzt 55 aurar. Félagið hafnaði þessum kröfum.
En þegar samningstíminn var útrunninn, lækkaði
kaupið niður í 60 aura í dagvinnu. Undu félagskonur
þessu illa, og í marzmánuði 1927 var samþykktur
taxti með 70 aura dagkaupi, eftirvinna 90 aura og
nætur- og helgidagavinna 1,00. Gengu útgerðarmenn
að þessum taxta. Var sama kaup greitt árin 1928,
1929 og fram í maí 1930. En þá var samþykktur nýr
taxti. Samkvæmt honum var dagkaup 80 aurar á
klst. Eftirvinna og helgidagavinna 1,50, nema við
samantekningu á þurrfiski kl. 6—8 að kvöldi, þá
1,00, og gengu atvinnurekendur að þeim taxta.
Næstu árin eftir 1930 voru að mörgu leyti erfið
fyrir verkalýðinn. Kreppa og atvinnuleysi dundi yfir
og bitnaði mest og þyngst á verkalýðnum. Taxta
félagsins fyrir fiskþvott var þó tvívegis breytt á
þessum árum til hækkunar, 1933 og 1934. Vorið
1941 var kaupið hækkað í kr. 1,64 í dagvinnu,
eftirvinnu kl. 5—8 kr. 2,46 og nætur- og helgidaga-
vinnu, 3,28 auk verðlagsuppbótar.
Upp úr 1940 verða þáttaskil í sögu félagsins, og
hefst þá tímabil, sem mætti kalla
ÚTLEGÐARÁR
í lögum Alþýðusambands íslands er reglugerð um
það, að ekki megi vera í sambandinu nema eitt félag
í sömu starfsgrein á sama starfssvæði. Þrátt fyrir
þessa reglugerð var samþykkt að taka Þvottakvenna-
félagið Freyju í sambandið árið 1942. Voru þá
kommúnistar í meirihluta stjórnar sambandsins. Fóru
þá kommúnistar fram á, að félögin væru sameinuð.
Héldu þeir fyrst fundi með stjórn Verkakvennafé-
lagsins Framsókn og buðu að sameina félögin á
þeim grundvelli, að Verkakvennafélagið Framsókn
afhenti Freyju alla samninga við hreingerningar.
Þessu hafnaði stjórnin og lét síðan fara fram alls-
herjaratkvæðagreiðslu í félaginu og var samþykkt að
hafna því með 408 atkvæðum gegn 12. Fóru síðan
bréf á milli stjórnar Alþýðusambandsins og stjórnar
Verkakvennafélagsins Framsókn.
A fundi 3. nóv. 1945 mætti þáverandi framkvæmda
stjóri Alþýðusambands Islands, Jón Rafnsson, og
var þá skýrt frá bréfaskiptum og viðræðum um mál-
ið. Tóku margar félagskonur til máls og átta þeirra
báru fram svofellda tillögu:
„Vegna umræðna og bréfaskipta varðandi sam-
einingu V.k.f. Framsókn og Þvottakvennafélagsins
Freyju, sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði, fyr-
ir milligöngu sambandsstjórnar, vill fundur í V.k.f.
Framsókn, haldinn í Iðnó föstudaginn 3/11 ’45, lýsa
fyllsta trausti sínu á félagsstjórn og fellst á tillögur
þær, sem hún hefur lagt fram sem umræðugrund-
völl.
Jafnframt lýsir fundurinn yfir því, sem eindreg-
inni skoðun, að vegna sögu og þróunar félagsins sé
eðlilegt að það haldi nafni sínu og telur að sá rétti
faglegi grundvöllur sé, að V.k.f. Framsókn og Þvotta-
kvennafélagið Freyja verði sameinuð í eitt félag, er
Guðnin Sigurðardóttir
176
VINNAN