Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 6
SÆMUNDUR ÓLAFSSON:
Verðlagning landbúnaðarafurða
Verðlagningin á landbúnaðarvörum hefur löng-
um verið viðkvæmt og vandasamt mál. Því eins
og kunnugt er, verkar verðlagið á þeim mjög mikið
á afkomu alls almennings í landinu, bæði bænd-
anna sjálfra og alls þurrabúðarfólks. Með gengis-
skráningarlögum 1939 var verð á landbúnaðarafurð-
um bundið við kaupgjald verkalýðsins, og skyldi
hvort tveggja hækka og lækka í sama hlutfalli.
Þetta varð þess valdandi, að verðlag steig mjög lít-
ið og dýrtíðin þá einnig.
En Adam var ekki lengi í Paradís, því 1940 fékk
Hermann Jónasson, þáverandi landbúnaðarráðherra,
því framgengt, að landbúnaðarafuðraverðið var tek-
ið út úr gengisskráningalögunum. Hermann lýsti
því yfir á alþingi við það tækifæri, að verðlaginu
skyldi haldið áfram í samræmi við kaup verkalýðs-
ins. Við þessa yfirlýsingu var þó ekki staðið af
hálfu ráðherrans eða bænda, því verð á landbún-
aðarafurðum rauk brátt upp úr öllum skörðum, og
myndaði þá og jafnan síðan hina óbærilegu dýrtíð
í landinu.
Þegar núveraxidi ríkisstjórn tók við, var dýrtíðin
allt í kaf að keyra, en ein af aðalgrundvelli henn-
ar var og er hið háa verð á landbúnaðarafurðum.
Þá varð það að samkomulagi milli stjórnarflokkanna,
að fulltrúar frá bændum og neytendum skyldu
semja um verðið á sarna hátt og verkalýðurinn og
atvinnurekendur semja um kaup og kjör alls hins
vinnandi fólks.
Þessi hugmynd er skynsamleg, en sá galli er á
framkvæmdinni, að ef aðilar ná ekki samkoulagi,
skulu þeir vísa ágreiningnum til yfirnefndar, sem
er skyldug til að fella úrskurð um deiluatriðin.
I yfirnefndinni er oddamáður hagstpfustjórinn, ræð-
ur hann því raunverulega verði landbúnaðaraf-
urðanna á meðan núverandi skipan helzt.
Það hefur komið í Ijós við framkvæmd þessarar
skipunar, að fulltrúar bænda vilja ekki hlíta nein-
um skynsamlegum rökum í samningaumleitunum,
heldur velta þeir ábyrgðinni yfir á hagstofustjór-
ann, og leggja jafnan fram til yfirnefndarinnar hin-
ar ósvífnustu kröfur.
Hinn 24. maí 1947 fékk ríkisstjórnin samþykkt
á alþingi „lög um framleiðsluráð landbúnaðarins,
verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðar-
vörum o. fl.“ Verðskráning á landbúnaðarafurðum er
nú samkvæmt þessum lögum. 5. gr. laganna er þann-
ig;
„Við útreikning framleiðslukostnaðar og verðlagn-
ingu á söluvörum landbúnaðarins á innlendum mark-
aði í heildsölu og smásölu skal samkvæmt ákvæð-
um 4. gr. byggt á verðgrundvelli, sem fenginn er
með samkomulagi milli þriggja fulltrúa, sem til-
nefndir eru af stjórn Stéttarsambands bænda, og
þriggja fulltrúa frá þessum félagssamtökum neyt-
enda: Alþýðusambandi íslands, Landssambandi
iðnaðarmanna og Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Nefndinni til aðstoðar eru hagstofustjóri og for-
maður búreikningaskrifstofu landbúnaðarins.
Verði samkomulag með öllum nefndarmönnum,
er það bindandi.
Nú næst ekki samkomulag um einhver atriði
snertandi útreikning framleiðslukostnaðar eða verð-
lagningu landbúnaðar, og skal þá vísa þeim atrið-
um, er ágreiningi valda, til sérstakrar yfirnefndar.
Yfirnefnd þessi skal skipuð 3 mönnum, einum til-
nefndum af fulltrúa Stéttarsambands bænda, öðrum
af fulltrúum neytenda og hagstofustjóra sem odda-
manni.
Fellir hún fullnaðarúrskurð um ágreiningsmálin“.
í nefnd þá, er um getur í 5. gr., voru skipaðir
í fyrsta-sinn í júlí 1947 af Stéttarsambandi bænda,
Sverrir Gíslason, bóndi í Hvammi í Norðurárdal,
og var hann kosinn formaður nefndarhluta fram-
leiðenda. Sigurjón Sigurðsson, bóndi í Rafholti í
Holtum og Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmála-
stjóri. Frá Sjómannafélagi Reykjavíkur Sæmudnur
Ólafsson, síðar gjaldkeri félagsins. Hann var kosinn
formaður nefndarhluta neytenda. Frá Landssam-
bandi iðnaðarmanna Einar Gíslason málarameistari.
Frá A.S.Í. Ingólfur Gunnlaugsson, verkamaður í
Dagsbrún.
Allir eftirtaldir menn hafa setið í nefndinni síð-
an hún var skipuð, að undanteknum Ingólfi Gunn-
164
VINNAN