Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 29

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 29
Steinarr. Ljóðabók Steins ber þess ljósan vott, að höfundurinn hefur lesið bækur sér til mikils, ef til vill of mikils gagns, og hún er meira að segja traust heimild um það, hvaða bækur hann hefur lesið. Af ljóðabók Vilhjálms verður ekki séð, að höfundurinn hafi yfirleitt h'sið neina bók, að minnsta kosti ekki sér til áberandi gagns, nema ef vera skyldi Rubaiyat, eða Ferhendur tjaldsins, eftir Omar Khayyám. Ekki virðist hann þó hafa tileinkað sér þær í hinni ensku þýðingu Edw. Fitzgeralds, heldur íslenzkri þýðingu, gerðri eftir þýðingu Fitzgeralds. Hvort það er þýðing Einars Benediktssonar, Eyjólfs Melan,, Magnúsar Ásgeirssonar eða Jochums Eggertssonar, eða þær all- ar, skiptir ekki máli, en það leynir sér ekki, að Vil- hjálmur hefur getað haft sæmileg not af bragarhætti Khayyáms og hefur enda langað til að líkjast hinu persneska skáldi að fleiru en því. Þótt hann beri skarðan hlut frá borði, hvað fræðimennsku viðvíkur — en hinn austurlenzki skáldspekingur var jafn- framt frægur vísinda- og fræðimaður — stendur hann honum nokkurn veginn á sporði sem dýrkandi heimslystar. Maður vonar því, að enda þótt gröf Vilhjálms verði kannski ekki þar, sem norðanvindur- inn getur stráð rósum yfir hana, eins og gröf Khayyanms, geti hann samt tekið sér í munn síðustu orð höfundar hinna heimsfrægu ferhendna: „Ó, drottinn, sannarlega hef ég þekkt þig, eftir því, sem í mínu valdi stóð, og því vænti ég af þér fyrir- gefningar.“ í fagrahvammi bernskunnar Sigurbjörn Sveinsson: Bernskan. ísafoldarprentsmiðja h. f. Rvk 1948 Einu sinni var seiðmaður, sem bjó sér til spegil, sem var þeirrar náttúru, að allt gott og fagurt, sem speglaðist í honum, skorpnaði og afskræmdist. — Svo brotnaði þessi spegill, og brotin flugu út um allan heim og sum lentu í augum manna og ollu því, að þeir komu ekki auga á annað en það, sem var rangt og Ijótt. Og sum brotin lentu í hjörtum manna og hjörtun urðu köld eins og ísmoli. Þannig hljóðaði eitt af ævintýrunum, sem amma okkar sagði okkur, þegar við vorum ung, áður en við lærðum sjálf að lesa ævintýri, á þeim árum, þegar við vorum í órjúfandi Atlantshafsbandalagi við gleðina og ekkert járntjald var milli okkar og hamingjunnar, á þeim unaðarljúfu árurn, þegar rauð- grautur vakti okkur sams konar kenndir og ævin- týralegasti skáldskapur, og skáldskapur orkaði á okkur eins og ljúffengasti rauðgrautur. En svo kom að því, að við fórum að staulast úr heimahögum stafrófskversins út í hin framandi furðulönd heimsbókmenntanna, og þá var Bernskan hans Sigurbjarnar Sveinssonar sá Fagrihvammur, sem við áðum í. Og Sigurbjörn Sveinsson tók okkur undir handarkrika sinn og við sáum með augum hans, og um leið var eins og við hefðum verið leidd inn í VI.NNAN 187

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.