Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 25
fékk dýpstu fyrirlitningu á sjálfum sér. En hversu
veik er ekki slík fyrirlitning gagnvart hinni óbugandi
sjálfsbjargarhvöt. Georg herti upp hugann. Hann
braut heilann, alla nóttina, um þá möguleika, sem
hann hefði á því að sleppa, og líkurnar fyrir því, að
upp um hann kæmist. Þetta óg hann, í huganum,
hvað á móti öðru. Og niðurstaðan, sem hann komst
að, gerði hann rórri í skapi. Og samt beið hann dag-
inn eftir, fullur eftirvæntingar og kvíða, eftir blöðun-
um og las þau aftur og aftur án þess að hugsa um
nokkuð sérstakt. Jarðarför móður hans, sem fór fram
daginn eftir að hann kom, húsið, sem var tómlegt
og eyðilegt, harmþrunginn svipur bræðra hans, föð-
ur hans og litlu systur hans — allt, varð þetta fjar-
rænt og óraunhæft í vitund hans. Hann varð þögulli,
þungbúnari og kuldalegri með hverjum deginum,
sem leið.
Þegar vika var hðin, löng og hræðileg vika, bar
svo við, að innibyrgðar tilfinningar Georgs fengu
eins konar útrás. Hann brast í ofsafenginn grát inni
í herbergi sínu, og til þess að leita sér svölunar í
harmi sínum, flýði hann á náðir ástvina sinna. Hann
grét, hann varð Georg á ný, eða með öðrum orðum,
barn, sem hefur misst móður sína, en þarfnaðist
hennar einmitt nú, til þess að játa fyrir henni glæp
sinn og biðja hana fyrirgefningar. Enn liðu nokkrir
dagar, dagar og nætur, og blöðin komu kvölds og
morgna. Georg varð smám saman hressari á bragði.
Hann gekk út í garðinn til föður síns, sem reikaði
um trjágöngin, berhöfðaður, enda þótt kalt væri úti.
Þetta var venjulegur trjágarður í sveit, illa skipulagð-
ur og ömurlegur, allstaðar var moldarþefur, þessi
ónotalegi moldarþefur, sem er svo óþægilegur í vit-
um þeirra, sem nýlega hafa staðið yfir moldum ást-
vinar.
— Hvenær ætlarðu að fara, Georg? spurði faðir
hans kvöld nokkurt. — Þú mátt ekki sitja hér í það
óendanlega með hendur í skauti og slá slöku við
námið.
— Ó, pabbi .... Pabbi ....
Georg vildi helzt komast hjá því að fara. Hann
var hræddur við að fara, yfirgefa heimili sitt og
skilja eftir í hugum ástvina sinna þá minningu um
sig, sem hlaut að verða þeim til sárustu kvalar, með-
an þeir lifðu. Og eðlisbundinn ótti hélt honum burtu
frá París, eins og þar væri aðeins ein einasta gata —
hann vissi hvaða gata það var — sem hann hlyti að
læðast til á nóttunni og varpa sér þannig óðar út í
ógæfuna. En hann neyddist til þess að ákveða brott-
farardaginn. Og hann gerði það. Matthildur gamla
lét niður í ferðatöskuna hans, og Georg var ljóst, að
á brottfarardaginn hlaut hann að kyssa í síðasta sinn
þær manneskjur, sem voru honum ástfólgnar og áttu
enga sök á þeirri smán, sem hann kallaði yfir þær.
Dagurinn rann upp, og um kvöldið átti hann að
leggja af stað. Klukkan varð orðin sjö og Georg, sem
hafði enga matarlyst, sat við borðið. Þar var eitt
sæti autt. Þau höfðu það öll á vitundinni, að þetta
sæti var autt, en þau töluðu ekki um það, glamrið
í hnífum, göflum og diskum bergmálaði í loftinu.
— Herra Georg. Kallaði Matthildur allt í einu. —
Hér er ókunnugur maður, sem langar til að tala
við yður.
— Ókunnugur maður ....?
Það var ekki fyrr en seinna, löngu seinna, sem
Georg varð ljóst, hversu háttvís og tillitssamur gest-
urinn hafði verið. Georg gekk reikulum, hikandi
skrefum fram í fordyrið til hans.
— Gott kvöld, sagði ókunni maðurinn.
— Nú, það eruð þér, tautaði Georg, sem þekkti
manninn þegar í stað .... Þér eigið víst erindi við
mig • • • •
— Þér verðið að fara burt úr þessu húsi, herra
Georg, sagði lögreglumaðurinn .... Þér skiljið ....
Fyrir tveimur dögum kom maður frá lögreglunni í
París .... En eins og á stóð .... eftir þetta rauna-
lega áfall, sem faðir yðar hefur orðið fyrir, vildum
við auðvitað ekki .... Við höfum gert allt sem í
okkar valdi stendur til þess að komast hjá hneyksli
---En maðurinn frá París getur ekki beðið lengur
eftir yður .... Þér verðið því að ....
— Það er þá útrætt xnál .... sagði Georg hátt, og
honum tókst að láta rödd sína hljóma eðlilega ....
Þér getið sagt þessuin manni .... hann tók á öllu,
sem hann átti til, að ég . . . . í kvöld .... að ég verði
kominn á járnbrautarstöðina klukkan tólf mínútur
yfir níu, já, klukkaix tólf mínútur yfir níu .... ég
fer með hraðlestinni til Parísar.
Og Georg strauk hendinni yfir ennið. í sama bili
heyrðu þau, sem sátu inni í borðstofunni og biðu
eftir því að hann kæmi inn aftur, að hann hneig
niður frammi í forstofunni og kallaði á þau grát-
andi.
19 hvalvinnsluskip
19 hvalvinnsluskip voru í heiminum í lok ársins
1948. Skiptust þau þannig á einstakar þjóðir, að
Norðmenn eiga 9 skip, sem eru samtals 178,289 tonn
dw.. Bretar 5, 106,000 tonn. Sovétríkin 2, 26,700
tonn. Hollendingar 1, 15,400 tonn. Japanir 1, 15,300
tonn og Argentína 1, 9,800 tonn.
VINNAN
183