Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 7
laugssyni, sem vék ur nefndinni á þessu ári sam- kvæmt kröfu A.S.Í. í hans stað tók sæti í nefnd- inni tilnefndur af A.S.I. Þórður Gíslason verka- maður úr Dagsbrún. A.S.Í. óskaði eftir þessum mannaskiptum vegna þess, að Ingólfur Gunnlaugs- son klauf sig frá hinum neytendafulltrúunum bæði árið 1947 og 1948, án þess að leggja neitt jákvætt til málanna, og án þess að gera neinar rökstudd- ar tillögur um verðskráningu landbúnaðarafurða. Þegar nefndin tók til starfa, kom'brátt í ljós djúp- tækur skoðanarmunur á milli fulltrúa framleið- enda annars vegar og Sæmundar Ólafssonar og Ein- ars Gíslasonar hins vegar. Fulltrúar framleiðenda virtust hafa það sjónar- mið að hækka bæri landbúnaðarafurðirnar frá ári til árs, án tillits til afkomu launþega í landinu. Sæmundur og Einar vildu hins vegar láta ákveða verðið eftir niðurstöðum, sem fengist við ýtarlega rannsókn á högum launþega og bænda. 1943 starfaði 6 manna nefndin þjóðfræga að þess- um málum, og hækkaði hún mjög mikið verð á land- búnaðarafurðum, sem kunnugt er. 1947 kröfðust framleiðendur verðhækkunar, sem nam 12,8% miðað við það verð, sem gilt hefði, ef 6 manna nefndar-gerðin frá 1943 hefði verið lögð til grundvallar, en samkvæmt niðurstöðum 6 manna nefndarinnar hafði verðið hækkað frá 1943 um 43%. Einar og Sæmundur lögðu hins vegar fram rök- studdar tillögur um, að verð landbúnaðarafurða 1947—48 skyldi vera óbreytt. Þei'r rökstuddu þessa tillögu með tilvísun til þeirra gagna, sem fyírir nefndinni lágu. En allar upplýsingar um afkomu landbúnaðarins voru komnar frá bændum sjálfum og því þeim mjög í hag, ef að líkum lætur. Málið fór til yfirnefndar 1947, en í hana völdust Sverrir Gíslason fyrir framleiðendur, Einar Gísla- son fyrir neytendur, og oddamaður samkv. lögum var hagstofustjóri. Yfirnefndin úrskurðaði gegn atkvæði Einars Gíslasonar hækkun á grundvellinum, sem hækkaði verð á mjólk um 11 aura á lítra og kjöti um kr. 1,50 pr. kg. í smásölu. 1947 náðist samkomulag um það í nefndinni að safna nokkrum skýrslum um afkomu landbúnaðar- ins, og var rúmum fjögur hundruð hreppstjórum víðs vegar um land sent skýrsluform til útfyllingar. Aðeins 113 nothæfar skýrslur bárust. 1948 var enn deila í nefndinni um verðlagið. Fram- leiðendur kröfðust verðhækkunar, sem nam um 11%, en fulltrúar neytenda, Einar og Sæmundur, lögðu fram rökstudda tillögu um, að verðið skyldi vera því sem næst óbreytt. Þá gerðu þeir tillögur um, að vísutölubúið skyldi ákveðið nokkru stærra en áð- ur var gert, og varð nefndin sammála um að hækka vísitölubúið um átta tíundu úr kú. Tillögur sínar 1948 byggðu þeir Einar og Sæ- mundur á niðurstöðum þeim, sem fengust af rann- sókn þeirri, sem nefndin lét gera og áður hefur ver- ið getið um. Málið fór enn til yfirnefndar, skipaðrar sömu mönnum og áður. Yfirnefndin úrskurðaði enn hækkun á verðlags- grundvellinum um 3—4% gegn atkvæði Einars Gísla- sonar. 1948 ákvað nefndin að láta enn fara fram nokkra athugun á afkomu bænda. 120 bú voru athuguð. Niðurstöðurnar af þeirri athugun voru fyrir hendi í sumar þegar nefndin fór að vinna að verðlags- málum. I sumar gerðu fulltrúar framleiðenda enn kröfu til verðhækkunar, sem nam um 18%. En fulltrúar neytenda lögðu fram rökstudda tillögu um að verð- ið ætti að lækka um 8,6%. Þessi tillaga var grundvölluð á 113 búa rannsókn- inni frá 1948, 120 búa rannsókn frá 1949 og því, að verðlagið átti ekki að hækka 1948 þegar kaup- gjaldsvísitalan var bundin í 300 stigum og engar kauphækknir höfðu orðið hjá launamönnum á vísi- töluárinu. Neytendafidltrúar héldu því fram, að hækkunin á landbúnaðarafurðum 1948 hefði verið bein svik við þá viðleitni ríkisstjórnarinnar að reyna að stöðva dýrtíðina og lækka hana síðan. Af framansögðu er ljóst, að fulltrúar bænda í land- búnaðarverðlagsnefndinni hafa síðan 1947 gert kröfu til þess, að verð á landbúnaðarafurðum hækkaði um 29%, og fengið 13,5% verðhækkun með atkvæðum hagstofustjórans, en gegn rökstuddum tillögum neyt- endafulltrúanna, sem hafa fært rök að því, að verðlag á landbúnaðarafurðum er allt of hátt og á að lækka allverulega samkvæmt 4. gr. áðurnefndra laga, en þar segir: „Söluverð landbúnaðarafurða á innlend- um markaði skal miðast við það, að heildartekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta“. Þ. e. verkamanna, sjómanna (annarra en yfirmanna) og iðnsveina. Nefndin var sammála í haust um að reikaa vísi- tölubúið 6 kýr, 87 kindur og 8 hross, og er það sama bústærð og samkomulag varð um 1948. Deil- an í nefndinni hefur öll árin verið meðal annars um það, hvað mikill kostnaður sé við rekstur vísi- tölubúsins, og hvað miklar tekjur það gefi af sér. í haust lögðu fulltrúar neytenda fram eftirfarandi tillögur um kostnað við vísitölubúið og tekjur af því: VINNAN 165

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.