Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 21
JURÍ SEMJONOF:
Auður jarðar
■ .
Hinn fiðraði búpeningur
UM ÞAKKLÁTSSEMI
Hinar miklu samgöngubætur og uppfinning
frystihúsanna hefur gert alifuglana að mikils-
verðri verzlunarvöiru. Stöðugt er verið að flytja
hænsni, endur og gæsir úr einu landinu til annars,
og þó við getum vafalaust komist af án alifugla til
daglegra máltíða, þá eru þó vörur þær, sem þeir
gefa af sér afar þýðingarmiklar fyrir okkur og nær
óh j ákvæmilegar.
Það er sennilega ekki til það land í heiminum,
þar sem hænsnin eru óþekkt. Þau eru ættuð úr
Asíu, og koma raunar fremur seint til sögunnar í
Evrópu, — ekki fyrr en eftir Persastyrjaldirnar, það
er að segja á fimmtu öld fyrir Krists burð. Það var
ekki aðeins hið bragðgóða kjöt hnæsnanna, sem
Germönum þótti mikið til koma, heldur einnig
hæfileiki hanans til þess að láta menn vita, hvað
tímanum liði. Enginn annar en, Wilhelm Busch
hefur sungið lofgerðaróð um hænsnin, og þó hafa
þau vegna kjötsins og eggjanna verið velgerðaskepn-
ur mannanna, sem styrktu sjúka og gáfu börnum
næringu. Það hefur farið lítið fyrir hænunni, hún
hefur blómstrað eins og fjóla í skugganum, en han-
inn hinn gáfaði iðjuleysingi hefur komist alla leið
upp á kirkjuturnana í Þýzkalandi, og hjá Frökkum
hefur hann meira að segja orðið að þjóðernislegu
tákni. í Austurlöndum var haninn snemma settur í
samband við dýrkun ljóss og sólar. Til Ameríku komu
hænurnar til félagsskapar hönunum, — en Spán-
verjar höfðu þá með sér sem klukku. Þá hafa han-
arnir áunnið sér allmikla frægð fyrir herdirfsku.
Jafnvel á okkar dögum eru hanarnir fleiri en hæn-
urnar á Filipseyjum, því að hanaat er eftirlætis-
skemmtun landsmanna eins og nautaatið á Spáni.
En eggjakaupmennirnir líta nú öðru vísi á þessi
mál. Iðnaðarlöndin í Vestur-Evrópu flytja inn árlega
þúsundir og tugi þúsunda smálesta af eggjum. Fyrir
heimsstyrjöldina var Rússland eggjaforðabúr Evrópu.
Nú flytja Rússar sama sem engin egg út. Auk Hol-
lendinga og Dana flytja Balkanlöndin, Finnland og
Pólland út egg. Þjóðverjar og Englendingar eru
mestu eggjakaupendur álfunnar. Kína, föðurland
hænsnaræktarinnar, flytur einnig út allmikið af eggj-
um, en langmest af eggjadufti, sem kökugerðarhús-
in kaupa. Það voru Kínverjar sem fundu upp útung-
unarvélina.
Eins og gefur að skilja eru gæsir og endur miklu
færri en hænsnin, og kemur það til af því, hve miklu
fóðurfrekari þær eru og umstangsmeiri. Andir verða
t. d. skilyrðislaust að hafa vatn til þess að busla í.
í Þýzkalandi eru 86 milljónir hænsna, tæpar sex millj.
gæsa og 3 millj. anda. Níutíu af hundraði allra ali-
fugla eru hænsni, og í Bandaríkjunum eru hundraðs-
hlutföllín enn hagstæðari fyrir hænsnin. Hins vegar
eru endurnar mikhr eftirlætisfuglar í Kína. Þær
halda sig við alla skurði og hvert fljót. Kínverjar
hafa þær með sér á djúnkum sínum, og láta þar
við sitja og annast þær ekki vitund. Endurnar verða
sjálfar að sjá sér fyrir björg úr vatninu, og til þess
eru fiskarnir, að sögn Kínverja.
Gæsin er elzt og nytsömust alha alifugla. Það er
haldið, að gæsarækt hafi verið fyrst tíðkuð í Babý-
lon, og þaðan hafi hún borist rétta boðleið um Grikk-
land til Rómaborgar. A þessari leið vann hún ýmis
afrek. Meðal annars voru það gæsirnar, sem björguðu
Rómaborg og Kapítolíum. Nú vissu menn ekki sitt
rjúkandi ráð, hvernig þeir ættu að sýna gæsinni
þakklæti sitt, svo að Forn-Rómverjar tóku það til
bragðs að steikja bjargvætt sinn og eta hann, — „in
memoriam“ — á árstíð afreksverksins.
Þá skeði og annar viðburður í Rómaborg, sem
gæsin átti sinn velviljaða þátt í. — Það var uppgötv-
un, sem að rauplausri frásögn eins sagnaritarans,
(sem vafalaust hefur verið einhver sælkeri) „hafði hin
mestu áhrif á samtíðina, stuðlaði að útbreiðslu róm-
verskrar menningar, studdi hina riðandi byggingu
Rómaveldis og lifði það um þúsundir ára.“ Og við
furðum okkur ekkert á þessari mælsku, þegar við
heyrum, að hér er átt við uppgötvun gæsalifrar-
kæfunnar. Þessi mikli atburður skeði á tímabilinu
V.I N N A N
179