Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 11
innar ekki taka til greina og felldi niður aðstöðu- mun vegna niðurfellingar kjötuppbótar og lækkaði aðstöðumun, vegna húsaleigu, frá tillögu neytenda niður í kr. 1.000,00. Um tekjulið búsins var ágreiningur í nefndinni. Neytendafulltrúarnir lögðu til að kýrnytin væri á- kveðin 2600 kg. á ári. Bændafulltrúarnir lögðu hins vegar til að ársnytin væri ákveðin 2500 kg. Meirihluti yfirnefndarinnar úrskurðaði ársnytina 2560 kg., og er það 60 kg. hækkun á ársnyt. Neytendafultrúarnir færðu svohljóðandi rök fyrir tillögu sinni um árskýrnytina: „Meðal kýrnyt í nautgriparæktarfélögunum var sem hér segir: 1943 2526 kg. 1944 2575 - 1945 2625 - 1946 2613 - 1947 2657 - og er þá miðað við allar kýr, full reyndar kýr eru að sjálfsögðu töluvert hærri eða um 20%. Eins og yfirlitið ber með sér er hér um nokkuð jafna hækk- un að ræða. Minna má á það að árið 1943 féllust fulltrúar bænda í „6 manna nefndinni“ á það að reikna kýr- nytina 2,433 kg. Síðan það samkomulag var gert hafa eftirfaranda breytingar átt sér stað: 1. Meðalkýrnyt í nautgriparæktarfélögunum hef- ur hækkað töluvert yfir 100 kg. 2. Innflutningur fóðurbætis hefur stóraukizt, enda hefur magn það er tekið er inn í grundvöllinn farið síhækkandi. 3. Fóðurmjólk er nú reiknuð til gjalda. Með tilliti til þessara staðreynda viljum við ein- dregið leggja til við yfirnefndina að mjólkurmagnið verði ákveðið 15,600 kg. eða 2,600 kg. á kú. Við höfum aflað okkur upplýsinga um mjólkur- magnið á nokkrum stórbúum. Hvanneijri: 2750 kg. Meðtaldar fyrsta kálfs kvíg- ur og kýr, sem keyptar hafa verið á árinu, og kýr sem fargað hefur verið. Siglufjarðarbúið: 2,500 kg. fyrir kýr, sem verið hafa á búinu allt árið. Kleppsbúið: 3,075 kg., fyrsta kálfs kvígur með- taldar. ísafjarðarbúið: 2,900 kg. fyrir kýr, sem verið hafa á búinu allt árið. Vífilsstaðir: 3,121kg. Fyrsta kálfs kvígur meðtald- ar. Þó að okkur sé Ijóst að þessi bú hafi nokkuð hærra mjólkurmagn en almennt gerist þá þykir okk- ur tölur þær, sem tilfærðar eru að ofan, benda ein- dregið til þess að það sé varlegt að áætla mjólkur- urmagnið eins og við gerum. Til samanburðar höf- um við gert töflu er sýnir mjólkurmagn á 6 kúa búi með mismunandi meðalkýrnyt: Kýrnyt miðuð við: Mjólkurmagn: N autgriparæktarf élög árið 1947 15,942 kg. Hvanneyrabúið - 1948 16,500 - Siglufjarðarbúið - 1948 15,000 - Kleppsbúið - 1948 18,450 - ísafjarðarbúið - 1948 17,400 - Vífilsstaðabúið - 1948 18,726 - Samkomulag fulltrúa bænda og neytenda - 1943 14,595 - Tillaga neytenda í ágúst 1945 15,600 - Meirihluti yfirnefndarinnar úrskurðaði vísitölu- grundvöll, sem fól í sér 2,5% hækkun á landbúnaðar- afurðunum fyrir næsta vísitöluár. Samkvæmt því hefði mjólk átt að hækka til neytenda um 4 aura hver lítri, og kjöt um rúma 30 aura hvert kg. Þegar fulltrúar bænda og neytenda, eða yfirnefnd- in, hafa fundið vísitölugrundvöllinn, tekur Fram- leiðsluráð landbúnaðarins við grundvellinum og reiknar út afurðaverðið samkvæmt honum. Ráðið hefur óbundnar hendur um það, hvernig það deilir gjaldþoli búsins á einstakar framleiðsluvörur þess. Þegar hið nýja verð kom frá framleiðsluráðinu í haust, var hækkunin ekki 2,5%, sem rétt var, sam- kvæmt hinum úrskurðaða grundvelli, heldur hækk- aði mjólkin um 7 % og kjötið um 5,7 %. Framleiðslu- ráðið virðist því hafa rúmar hendur um ákvörðun afurðaverðsins, ef verðið í haust er rétt samkvæmt lögum. Með því að tvöfalda og næstum þrefalda úr- skurðaða hækkun á landbúnaðarafurðum í haust veg- ur bænda-auðvaldið enn í sama knérunn. Með hinu óhóflega verði á landbúnaðarafurðum er dýrtíðinni haldið við og hún sífelt aukin. Þegar bændur hækk- uðu verðið í fyrra haust, knúði sú hækkun fram al- menna kauphækkun um land allt. Þessari kauphækk- un er nú búið að eyða fyrir verkalýðnum, með enn nýjum hækkunum á landbúnaðarafurðunum, sem mun enn leiða af sér nýja kauphækkunaröldu. Allir hljóta að sjá, að við svo búið má ekki standa og verður að spyrna fæti við ef fégirnd og yfirgang- ur stórbændanna á ekki að leiða til ófarnaðar. Nærtækasta ráðið til úrbóta virðist vera að taka yfirnefndarákvæðið út úr lögunum um Framleiðslu- ráð o. s. frv. þannig að bændur verði að semja við neytendur um afurðaverðið, og láta samninganefnd beggj aðila ákveða verðið til neytenda á hverri VINNAN 169

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.