Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 10
Til athugunar gæti komið að miða tekjur bóndans við þetta eða líkt úrtak, en þá yrði að minnka tekjur þær, er bóndanum eru reiknaðar af búinu, um kr. 544.00, sem eru meðaltekjur bóndans af öðru en búinu, samkvæmt „120 búa úrtakinu“. Ennfremur yrði að draga hér frá kr. 900,00, svo framarlega sem bóndanum eru reiknaðir vextir til gjalda. Utkoman verður kr. 23.210.00. í samræmi við fyrra árs grundvöll viljum við samt leggja til, að kaup bóndans verði reiknað á eftir- farandi hátt: 2.275 st. á kr. 8.40 og 455 st. á kr. 9.24 — 23.425.00 — 544.00, vegna annarra tekna = kr. 22.881.00. Við getum ekki fallizt á að reikna með kaupinu kr. 9.24, eins og fulltrúar bænda leggja til. Hvað framtíðin ber í skauti varðandi laun verka- manna og annarra launþega, vitum við ekkert um. A hinn bóginn vitum við, að samningar Dagsbrúnar við Vinnuveitendafélag íslands renna út 15. desem- ber þetta ár, og á hvern veg breyting kauptaxtans verður þá, er okkur að sjálfsögðu ókunnugt um. Við miðum ekki fóðurbætisnotkun við spádóma, fyrir verðlagsárið 1. sept. 1949 til 31. ág. 1950, held- ur við raunverulega notkun árið sem leið. Við reyn- um ekki heldur að skyggnast inn í framtíðina, til þess að gizka á áburðarkaup bænda, snemma á ár- inu 1950, við höldum okkur við það, sem við vitum, sem sé hve mikið var flutt inn frá 1. júlí 1948 til 30. júní 1949, og við getum því ekki fallizt á, að önnur aðferð sé notuð varðandi vinnuliðina í grund- vellinum.“ 13. liður tillögunnar er frádráttarliður. Um hann segja fulltrúar neytenda í greinargerð sinni í haust eftirfarandi: „Um liðina styrkir og ýmislegt er samkomulag og gefa ekki tilefni til athugasemda. Selt fóður og hey viljum við láta reikna þannig: 6 kindafóður á kr. 75.00 = 450.00 og er það í sam- ræmi við „120 búa úrtakið“. Varðandi aðstöðumun vegna húsaleigu, látum við okkur nægja að vitna í greinargerð Sæmundar Ólafssonar og Einars Gísla- sonar, til yfirnefndarinnar í fyrra haust, en hún var svohljóðandi: „Við munum ekki leggja til að aðstöðumunur sé reiknaður, varðandi mjólk og kjöt, þótt hann sé enn nokkur, en okkur finnst ómótmælanlegt að aðstöðu- munur varðandi húsnæði hefur aukizt mjög. í fyrsta lagi þá er hlutfallstala nýrra húsa (íbúða) þ. e. a. s. húsa, byggðra eftir 1940, allmiklu hærri í bæjum, og þá sérstaklega í Reykjavík, en í sveit- um. (Tala íbúða í Reykjavík í árslok 1940 hefur verið áætluð ca. 7800, en tala íbúða í árslok 1947 ca. 10,800). Af þessari ástæðu einni er það augljóst mál að hlutfallslega fleiri þeirra vinnandi manna í kaupstöðum, sem miða á við kjör bóndans, búa í íbúðum með fjórum til sex sinnum hærri leigu en reiknað var fyrir samsvarandi (nýlegar) íbúðir árið 1940. En til viðbótar þessu verður að taka tillit til þess, að stór og vaxandi hópur vinnandi manna í kaup- stöðum hefur á leigu íbúðir, byggðar fyrir 1940, sem þeir verða að greiða ólöglega húsaleigu fyrir. Um þennan hóp manna eru að sjálfsögðu ekki til neinar áreiðanlegar upplýsingar, en um það, að þessi hópur sé mjög fjölmennur, getur enginn vafi verið. Það kemur ekki því máli við, sem hér er um deilt, að hús til sveita munu að jafnaði vera ein- faldari að gerð, og allur frágangur óvandaðri. Sá mismunur var einnig fyrir hendi árið 1943 og hef- ir sennilega farið heldur minnkandi. Að okkar áliti er það jafn fráleitt að neita því, að bændur að jafnaði þurfi minni krónuupphæð vegna húsnæðis, eins og að halda því fram að að- stöðumunur varðandi húsnæði sé enginn milli ört vaxandi bæjarfélags með stöðugri húsnæðiseklu eins og t. d. Reykjavík eða Akranes og stöðvandi bæjar- félags, eins og t. d. Seyðisfjörður fyrir tveimur til þrem árum síðan, þar sem húsaleiga eðlilega var lág vegna ónógrar eftirspurnar. Astandið í húsnæðismálum sveitanna hefir ein- mitt verið mjög líkt og í slíku stöðvandi bæjarfélagi. Byggingar í sveitum hafa hingað til að langmestu leyti verið vegna endurnýjunar á eldri húsakynnum, en aðeins að mjög litlu leyti vegna nýbýla.“ Um liðinn „Aðstöðumunur vegna niðurfellingar kjötuppbóta" viljum við á hinn bóginn segja þetta: Sú breyting hefur, sem kunnugt er, orðið á lögun- um um kjötniðurgreiðslu, að yfirgnæfandi meirihluti launþega er sviptur rétti til kjötniðurgreiðslu, án þess að nokkur kauphækkun komi á móti. Hér hef- ur því orðið tilfinnanleg kjararýrnun launþega, mið- að við síðasta verðlagsár. Samkvæmt athugun, sem við höfum látið gera á 100 manna úrtaki giftra verka-, sjó- og iðnaðarmanna í Reykjavík, þá fær þessi hópur manna í ár alls kr. 16.825,00 í kjötuppbætur, en hefði fengið kr. 67.514,00, ef eldri lagaákvæði væru enn í gildi, nem- ur þetta kr. 507,00 á fjölskyldu að meðaltali. Að sjálfsögðu er þessi kjaraskerðing að meðaltali nokkru lægri utan Reykjavíkur, vegna lægri peningatekna, á hinn bóginn mun vart einn einasti einhleypur verkamaður nokkurs staðar á landinu fá kjötuppbót. Okkur þykir því varlegt og sanngjarnt, að meta þá kjararýrnun, sem verkamenn hafa orðið fyrir, en bændur ekki, sem kr. 500,00 að meðaltali.“ Þennan rökstuðning vildi meirihluti yfirnefndar- 168 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.