Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 12

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 12
Máður að háka í Lækjar- götu. einstakri vörutegund, en taka umboðið til þess að reikna verðið út af Framleiðsluráði landbúnaðarins. Þetta fyrirkomulag væri fullkomlega sambærilegt við það skipulag, sem allir launþegar búa við, um verð- lagningu sinnar ’einu framleiðsluvöru vinnuaflsins. Auk hins geysiháa verðs, sem neytendur greiða fyrir landbúnaðarafurðirnar, greiða þeir einnig með tollum og sköttum kr. 0,30 á hvern mjólkurlítra og kr. 1,76 á hvert kjötkg., sem er niðurgreiðsla úr ríkissjóði. Þessi upphæð er um kr. 780.00 á ári, á hverja kú, sem mjólk er seld úr. Nokkuð af þessari fjárhæð rennur í vasa forríkra stórbænda, burgeisa og braskara, sem reka stórbú í fjárplógsskyni. Þann- ig fær einn slíkur, ef hann á 50 kýr, um kr. 40.000,00 á ári úr ríkissjóði í styrki. Rökin fyrir því að verð á landbúnaðarafurðunum er langt of hátt, eru marg- þætt og hafa sum þeirra verið dregin fram hér að framan. En einsætt virðist, að með aukinni ræktun, aukn- um innflutningi áburðar og kjarnfóðurs, aukinni véla- notkun og bættum samgöngum, hafi aðstæður til búreksturs stórbatnað. Til að sanna að allt fram- antalið er til staðar í landbúnaðinum, nægir að minna á það, að notkun kjarnfóðurs hefur á tíma- bilinu 1943—1949-aukizt úr 1083 kg. upp í 3275 kg. á vísitölubúinu, eða þrefaldast, en kýrnytin eykst mjög mikið við kjarnafóðursgjöfina, sem alkunnugt er. Á sama tíma hefur notkun útlends áburðar auk- izt á vísitölubúinu úr 134 kg. upp í 639 kg. eða fimmfaldazt. Síðan 1944 hafa landbúnaðarvélar verið fluttar inn fyrir hartnær 50 milljónir króna, eða fyrir 8 til 9 púsund krónur á hvern bónda í landinu. Það er sjálfsagt að styðja að velfarnaði landbún- aðarins, og rétta bændum hjálparhönd eftir því, sem þörf krefur á hverjum tíma, í viðleitni þeirra til betri búnaðarhátta. En árangurinn á ekki að koma fram í skefjalausri auðsöfnun í höndum einstakra manna, heldur í lækkuðu vöruverði til neytenda og almennri vellíðan hjá bændastéttinni. Auðsöfnun fárra ein- staklinga á kostnað þjóðarheildarinnar leiðir, hér Sem annars staðar til ófarnaðar. Islenzk bændastétt á mikið verk fyrir höndum, að rækta landið og græða sárin frá niðurlægingar- tímunum. Allir þjóðhollir menn vilja styðja bændur af alhug í uppbyggingarstarfinu, en alþýðan á möl- inni neitar að gjalda framleiðsluvörur þeirra of háu verði. Hún veit það, að fái bændurnir áframhald- andi tækifæri til auðsöfnunar á kostnað alþjóðar, snúast þeir gegn þjóðarheildinni á sama hátt og allir auðsöfnunarmenn. Alþýðan til sjávar og sveita á að vinna sarnan að velferðarmálum sínum og þjóðarinn- ar. En það samstarf verður óframkvæmanlegt, fái annar hluti þessarar alþýðu aðstöðu til auðsöfnunar á kostnað hins hlutans. En með síhækkuðu verði á landbúnaðarafurðum er verið að hlúa að þeirri þróun. 170 .V I N N A N

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.