Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 14
Núwerandi stjórnV.k.f. Framsókn. Talið frá vinstri: Jóna Friðjónsdóttir, Jólmnna Egilsdóttir, Anna Guð-
mundsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir og Guðbjörg Brynjólfsdóttir.
4. Að efla menningu og samhug félagsins."
Síðar hafa verið gerðar breytingar á þessari grein
Og eru þær breytingar mjög táknrænar fyir þróunar-
sögu verkalýðshreyfingarinnar, félagshyggju og
skilning alþýðunnar.
Um leið og félagið var stofnað, var rætt mikið um
kaupgjaldsmálin, og var samþykktur haustið 1914
fyrsti kauptaxti félagsins. Var hann sem hér segir:
„1. gr. Almennur vinríudagur innan Verka-
kvennafélagsins Framsókn frá kl. 6
á morgni til kl. 6 á kvöldi. Haldi félags-
konur áfram vinnu eftir kl. 6, skal það
talin eftirvinna.
2. gr. Almennt verkakonukaup sé 25 aurar
um tímann, hlunnindalaust, en 20 aur-
ar, þar sem skaffað er soðning og mat-
reiðsla. Eftirvinna frá kl. 6—10 borgist
með 30 aurum um tímann, en nætur-
og helgidagavinna með 35 aurum um
tímann. Kaup þetta miðast við 16—60
ára aldur.“
Eftir nokkurt þjark gengu atvinnurekendur að
því að greiða þennan taxta og hélzt kaupið óbreytt
20—25 aurar árið 1916.
En þessi ár var heimsstyrjöld í algleymingi, gífur-
leg dýrtíð, atvinnuleysi, vöruskömmtun og vöru-
þurrð. Reyndíst verkalýðnum erfitt að fá kjör sín
bætt í hlutfalli við þverrandi kaupmátt daglaun-
anna.
Árið 1917 samþykkti félagið nýjan kauptaxta. Dag-
kaup skyldi vera 40 aurar á klst., eftirvinna 50 aurar
og nætur- og helgidagavinna 75 aurar. En útgerðar-
menn þverneituðu að ganga að taxtanum. Var þá
stjórn félagsins falið að semja upp á þau kjör sem
bezt byðust.
Tókust svo samningar, þeir fyrstu, sem félagið
gerði við útgerðamenn. Ekki náðist taxtakaupið,
heldur varð dagkaupið frá kl. 6—6 36 aurar á klst.,
eftirvinna 42 aurar, næturvinna 70 aurar og helgi-
dagavinna önnur en vinna í þurrum fiski, 70 aurar. I
breiðslu og samantekningu á helgum dögum voru
greiddir 65 aurar. í fiskþvotti, sem þá var einnig
samið um, skyldi greiða 90 aura fyrir 100 af þorski
og löngu. Kaup þetta var greitt árin 1917 og 1918.
í ársbyrjun 1919 fór félagið fram á verulega kaup-
hækkun eða 60 aura í dagvinnu og kr. 1,50 fyrir að
þvo 100 af þorski. Ekki vildu útgerðarmenn ganga
að þessu, en eftir talsvert þjark sömdu þeir við félag-
172
VINNAN