Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 15
ið um 55 aura dagkaup og kr. 1,40 fyrir 100 af þorski.
Og næsta ár, 1920, er aftur reynt að fá kauphækkun
og komst kaupið þá upp í 97 aura í dagvinnu.
Arið 1921 var hafin mikil sókn á hendur verka-
lýðsfélögunum. Snemma á árinu höfðu atvinnurek-
endur skrifað verkakvennafélaginu og farið fram á
mikla kauplækkun, eða úr 97 aurum niður í 70 aura
í dagvinnu og hlutfallslega sömu lækkun á öðrum
liðum. Var samið um 80 aura í dagvinnu, en eftir-
vinna hélzt óbreytt, kr. 1,10. Gilti þetta kaup árin
1922, 1923 og að mestu leyti 1924. Árið 1925 náði
svo félagið samningum um 90 aura dagkaup. Aðrir
liðir kauptaxtans voru óbreyttir.
VERKFALL
Árið 1926 er eitt hið sögulegasta í annálum fél-
agsins. Þá lenti félagið í harðri deilu við atvinnurek-
endur, 11-daga verkfallinu, sem svo var kallað. Frá
þessari deilu er sagt í þrjátíu ára afmælisblaði Verka-
kvennafélagsins Framsóknar og er sú frásögn á þessa
leið:
„Snemma í janúar 1926 fóru fram umræður milli
atvinnurekenda og félagsstjórnarinnar í tilefni af því,
að atvinnurekendur höfðu krafist mikillar kauplækk-
unar. Buðust þeir til að borga 80 aura í dagvinnu, kr.
1,10 í eftirvinnu og kr. 2.00 fyrir 100 af þorski. Þessu
tók stjórnin fjarri, og sama gerðu verkakonur á fé-
lagsfundi 21. jan.
Var nú haldið áfram samningatilraunum. í byrjun
febrúar var svo komið, að félagsstjórnin hafði gengið
inn á 85 aura dagkaup, og atvinnurekendur höfðu
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
Jánína Jósefsdóttir
hækkað ákvæðisvinnu upp í kr. 2,20 á 100 af þorski.
En mikið vantaði á að saman gengi, og var málinu þá
vísað til sáttasemjara í vinnudeilum.
Á félagsfundi 18. febr. var tilkynnt að samninga-
umleitanir sáttasemjara hefðu engan árangur borið.
Það skeði þessu næst, að atvinnurekendur sendu út
meðal verkakvenna prentað tilboð um kaup til und-
irskriftar, og gerðu með því tilraun til að sundra sam-
tökum verkakvenna með því að fá eina og eina til að
undirskrifa skjalið.
Var nú kominn mikill hiti í málið, og þótti sýnt, að
til tíðinda mundi draga. Hélt félagið mjög fjölmenn-
an fund um málið 4. marz. Voru þar mættir ýmsir úr
stjórn Alþýðusambandsins. Héldu þeir ræður og
hvöttu konur til að standa einhuga gegn tilboði at-
vinnurekenda. Enda var samþykkt með 169 atkvæð-
um gegn 3 að hafna því. Sýna þessar atkvæðatölur
hve fundurinn hefur verið vel sóttur, því að gera má
ráð fyrir, að einhverjar hafi ekki greitt atkvæði.
Þá var á fundi 9. marz samþykktur kauptaxti, sem
stjórnin auglýsti daginn eftir. Samkvæmt honum
skyldi dagkaup vera 85 aurar á klst., eftirvinna 1 kr.,
nætur- og sunnudagavinna 1,25 á klst. Þvottur á
þorski 2,20 100.
Þá var krafizt karlmannskaups, ef konur væru látn-
ar fara um borð í togara til vinnu við uppskipun. Enn
fremur var samþykkti svohljóðandi ályktun:
„Með því að fullreynt þykir, að atvinnurekendur
vilji ekki sætta sig við kauptaxta þann, er verka-
kvennafélagið hefur samþykkt og auglýst, lýsir fund-
urinn því yfir, að hann bannar öllum verkakonum að
VINNAN
173