Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 20
bandsstjórnar um brottrekstur félagsins vera frek- legt brot á öllum lýðræðisreglum og félagsvenjum verkalýðssamtakanna og móðgun við alla verkalýðs- sinna, sem styðja vilja stéttarlega einingu án hlið- sjónar af stjórnmálaskoðunum félaganna. Telur fund- urinn sjálfsagt að kæra yfir úrskurði þessum til næsta reglulegs Alþýðusambandsþings og felur því félags- stjórn að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir í því sambandi." A þingi Alþýðusambandsins 1946 var brottrekstur- inn samþykktur, enda voru kommúnistar þar í meiri- hluta, og var fulltrúum V.k.f. Framsóknar varnað inngöngu á þingið. Stóðu þessi útlegðarár til hausts- ins 1948, en þá náðu lýðræðissinnar meirihluta á þinginu og var þá samþykkt að taka V.k.f. Framsókn aftur í sambandið. Og þar með fékk þetta þraut- reynda forustufélag í kjaramálum íslenzkra kvenna réttan hlut sinn að fullu þrátt fyrir harðvítuga and- stöðu fyrrverandi valdhafa í ASÍ — kommúnistanna. VÖXTUR OG VIÐGANGUR FÉLAGSINS Á ÚTLEGÐARÁRUNUM. Árið 1946 voru um 700 konur félagsbundnar í Verkakvennafélaginu Framsókn, en síðastliðið haust voru félagskonur 1014 og hafði því fjölgað í félaginu um rúma 300 félaga á útlegðarárunum, en nú má telja, að um 1100 konur séu í félaginu. Á útlegðarárunum hækkaði kaupið um 13% í hrein- gerningavinnu, en almenna kaupið um 8%. Kaupið er nú kr. 2,20 í almennri vinnu, en kr. 2,30 í hreingern- ingu, uppskipun og saltfiski auk dýrtíðaruppbótar. ÞÆR, SEM HAFA BORIÐ HITA OG ÞUNGA DAGSINS Þau 35 ár, sem liðin eru frá stofnun Verkakvenna- félagsins Framsóknar, hafa aðeins 28 konur gegnt stjórnarstörfum og má segja, að þær hafi borið hita og þunga dgsins. Eru það þessar: Jóhanna Egilsdóttir ................ 27 ár Jónína Jónatansdóttir .............. 20 — Jónína Guðjónsdóttir................ 15 — Karólína Siemsen ................... 12 — Sigríður Hannesdóttir .............. 11 — Guðbjörg Brynjólfsdóttir............. 9 — Anna Guðmundsdóttir.................. 9 — Sigríður Ólafsdóttir ................ 8 — Guðrún Sigurðardóttir ............... 7 — Hólmfríður Ingjaldsdóttir............ 6 — Elínborg Bjarnadóttir ............... 5 — Elka Björnsdóttir .................. 5 — Gíslína Magnúsdóttir ................ 5 — María Pétursdóttir................... 5 — Áslaug Jónsdóttir ................. 4 — Hólmfríður Ingfaldsdóttir Herdís Símonardóttir ................. 3 — Jóhanna Þórðardóttir.................. 3 — Jónína Jósefsdóttir .................. 3 — Sigrún Tómasdóttir ................... 3 — Steinunn Þórarinsdóttir............... 3 — Helga Ólafsdóttir .................... 2 — Jóhanna Jónsdóttir.................... 2 — Guðrún Þorgeirsdóttir ................ 2 — Bríet Bjarnhéðinsdóttir............... 1 — Margrét Jónsdóttir ................... 1 — Úlfhildur Eiríksdóttir ............... 1 — Þjóðbjörg Jónsdóttir.................. 1 — Núverandi stjórn félagsins skipa: Jóhanna Egils- dóttir, formaður; Jóna Guðjónsdóttir, varaformaður; Anna Guðmundsdóttir, ritari; Guðrún Þorgeirsdóttir, gjaldkeri og Guðbjörg Brynjólfsdóttir, fjármálarit- ari. Starfsstúlka félagsins er Guðrún Sigurgeirsdóttir. Þó að mestmegnis hafi verið fjallað um baráttu V.kf. Framsóknar í kaup- og kjaramálum í þessu stutta ágripi, fer því fjarri að þar með sé öll saga félagsins sögð. V.k.f. Framsókn hefur lagt hð sitt ýmsum menningar- og þjóðþrifamálum, stutt líknar- mál, einkum þegar veikindi, slys eða óhöpp hafa bor- ið að höndum og oft lagt fram styrk til hjálpar bág- stöddum. En ef gera ætti þeim þætti í starfsemi félagsins viðhlítandi skil, þyrfti meira rúm en Vinnan hefur yfir að ráða. Verður þetta því að nægja að sinni. 178 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.