Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 17

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 17
bandsstjórn telur það nauðsynlegt til heppilegrar úr- lausnar á málinu.“ Sama dag var haldinn fundur í Framsókn. A þeim fundi var rætt mikið um þetta mál og lyktaði þeim umræðum með því, að sambandsstjórn var falin öll meðferð þess fyrir kvennanna hönd. Einnig sam- þykkti fundurinn að fela sambandsstjórn að semja við útgerðarmenn fyrir hönd Framsóknar um kaup, og gaf henni fullt umboð til að undirskrifa samninga. Daginn eftir kallaði sambandsstjórnin stjórn Dags- brúnar á sinn fund og tilkynnti henni þá ályktun sína, að Dagsbrún skyldi hefja samúðarverkfall að morgni næsta dag. Jafnframt tilkynnti sambandsstjórnin að hún hefði skipað 3 menn í verkfallsstjórn og 3 menn í samninganefnd. Þá krafðist sambandsstjórn þess, að Dagsbrún stöðvaði alla vinnu við togara, sem kæmu af fiskveið- um. Að morgni 16. marz mætti öll stjórn Dagsbrúnar á hafnarbakkanum kl. 5,30 og stöðvaði vinnu við alla togara og önnur fiskiskip, sem komu af veiðum. Verkfallsverði setti Dagsbrún nótt og dag. Þann 17. marz barst sambandsstórn svohljóðandi bréf frá Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda: „Vegna samþykktar Alþýðusambands íslands, sam- anber tilkynningu til félags vors, dags. 15. þ. m. um að stöðva uppskipun úr togurunum, hefur félag vort samþykkt að stöðva frá kl. 6 e. h. á morgun alla hafn- arvinnu hér í Reykjavík við upp- og útskipun á kol- um þeim og salti, sem félagsmenn ráða yfir, nema því aðeins, að oss hafi innan þess tíma borist tilkynn- Herdís Símonardóttir Jóhanna Jónsdóttir ing frá yður um, að lokið sé tilraunum yðar til að stöðva vinnu við togarana.“ Meðan þessu fór fram voru alltaf haldnir fjölmenn- ir fundir í Framsókn, eða alls 6 þann tíma, sem verkfallið stóð. Var reynt að safna í félagið öllum þeim konum, sem á fiskstöðvunum unnu, en það gekk ekki vel, af ástæðum, sem áður voru taldar. Harðnaði nú deilan dag frá degi. „Út úr neyð,“ eins og eitt blað þeirra komst að orði, reyndu atvinnurekendur að fá togara sína af- greidda með verkfallsbrjótum og tókst þeim það í Hafnarfirði eftir talsverð átök. Mátti segja, að barist væri á mörgum vígstöðvum og áttu verkalýðssamtök- in mjög í vök að verjast. Stjórn Dagsbrúnar fyrirskipaði svo algert verkfall við Reykjavíkurhöfn frá og með 22. marz, og var því vel framfylgt, en nokkrar skærur urðu þó í sambandi við tvö skip, en þeim má telja að hafi lokið með sigri verkamanna. Atvinnurekendur svöruðu þessu m. a. með því, að krefjast nú einnig lækkunar á Dagsbrún- arkaupinu, og hóta allsherjar verkbanni. Reynt var að komast að samningum um einhverja málamiðlun við atvinnurekendur, en þeir höfnuðu hverri miðlun. Ráðgast var við stjórn Sjómannafélagsins, en hún taldi sér ekki fært að fyrirskipa samúðarverkfall og kalla með því allan togaraflotann heim af veiðum. Og þar kom að forráðamenn samtakanna sáu sig tilneydda til að ganga til samninga við útgerðarmenn og voru þeir undirritaðir 26. marz. Samkvæmt þeim samningi varð dagkaup 80 aurar, eftirvinna kr. 1.00, VINNAN 175

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.