Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 23

Vinnan - 01.11.1949, Blaðsíða 23
andi drykkur, sem inniheldur ofurlítinn vínanda, svo að auðvelt er að drekka sig kenndan af honum. Drykkur þessi er mjög næringarríkur. En það mundi ekki þurfa að bjóða hverjum maga í Evrópu að þola þau reiðinnar firn, sem Kirgisar belgja í sig. En sá, sem þolir að drekka kúmys, finnur þar uppsprettu nýrrar lífsorku. Meðferð mjólkur er mjög mismunandi í Austur- og Vesturlöndum. I Vestur-Asíu .og meðal Balkanþjóð- anna, sem hafa lært mjólkurmeðferð þeirra eru búnir til hinir dýrlegustu réttir úr kúamjólk. Þeir, sem einu sinni hafa smakkað þá, á þessum slóðum, minnast þeirra alltaf með eftirsjá: Kfír, airan kaimak yog- húrt. Þessi austurlenzka mjólkiumeðferð stendur hvergi í meiri blóma en í Búlgaríu. Hvar sem menn eru staddir í búlgörskum borgum, reka þeir sig á mjólkurbúðir. Glugginn er við hliðina á dyrunum, og þar standa opnar hlóðir, og búðarborðið inn af þeim. Það er sama hvenær dagsins er komið inn, alltaf standa pottar á hlóðum, fullir af sjóðandi mjólk. Gestgjafinn eys úr þeim með gríðarstórri sleif. All- an guðslangan daginn eys hann og eys, síjar, hellir til og kælir, — milli þess, sem hann ber á borð fyrir gesti sína. Og setjist gesturinn þegjandi við eitt af litlu borðunum, kemur gestgjafinn umsvifalaust með glas fullt af yoghúrt. Það er það bezta, sem hann hefur að bjóða, því yoghúrt lengir lifið. Fjöldi sótt- kveikjufræðinga er á sama máli, og talið er að mjólk- ursýran drepi skaðlegar bakteríur í þörmunum. Mjólkuriðnaður Vestur-Evrópumanna er ekki með jafn miklum glæsibrag, en hins vegar miklu hag- kvæmari. Aðalframleiðsluvörurnar eru mjólk, smjör og ostar. Þýðing mjólkurinn verður okkur ljósust, ef við tökum Þýzkaland til dæmis. Fram til ársins 1870 var verð mjólknr, smjörs og annarrar rjómabúavöru allmiklu minna en kornframleiðslunnar. Um 1890 var verðmæti mjólkurvaranna komið upp í 1625 milljónir marka, en kornuppskeran nam 1525 millj. A árunum fyrir stríðið komst kornframleiðslan upp í 3 milljarða, en verðmæti mjólkurframleiðslunnar hafði stigið upp í 3/2 milljarð. Til þess að átta sig á því, hvað þessar tölur þýða í raun og veru, þurfum við ekki annað en að bera þær saman við kolafram- leiðsluna, sem fyrir stríðið var einum milljarð og tvö hundruð milljónum minna virði en mjólkin. Við verðum þó ekki svo ákaflega undrandi á þessum töl- um, ef við minnumst þess aðeins, að í Þýzkalandi voru um þær mundir 11 milljónir kúa, er mjólkuðu að meðaltali 2372 lítra á ári. En þrátt fyrir þetta voru Þjóðverjar ekki sjálfum sér nógir, hvað mjólkur- framleiðslu snerti fyrir stríðið. Eftir heimsstyrjöldina og allt fram á okkar daga, urðu Þjóðverjar að flytja inn aílmikið af mjólk, smjöri og ostum, þrátt fyrír það, þó að kýrnar mjólki nú betur en áður, vegna bættrar hirðingar. Og enn mjólka þær ekki nægilega. Séu kýrnar hirt- ar eins og vera ber, má auka nythæðina enn til muna. Kýrnar eru skapaðar svipað og mennirnir. Ef eftirlit- ið er gott, skila þær miklu meiri afrakstri, heldur en ef þær eru látnar eiga sig. Þannig hefur það sýnt sig, að kýr „undir eftirliti“, þar sem stjórnskipaðir þýzkir eftirlitsmenn fylgjast með fóðrun þeirra og hirðingu, — og jafnframt mjólkurmagninu, — hafa aukið árs- mjólkina um 1200 lítra fram yfir þær kýr, sem voru „lausar og liðugar." Aður fyrr náði þetta eftirlit að- eins til tíu hundruðustu af þýzkum kúm, en nú nær það til þeirra allra. Því fer fjarri, að allar þjóðir hafi skilið hina hagnýtu þýðingu mjólkurinnar. En Danir hafa gert sér ljósa grein fyrir þessu. Öll hagþróun landsins byggist á smjörframleiðslunni, og kemst fleskið eitt í nokkurn samanburð. Jafnvel hin hraða iðnþróun hinna síðari ára, hefur ekki getað haggað aðstöðu kúnna og svínsins. Og þrátt fyrir þetta eta Danir meira smjörlíki en smjör, — enda eru þeir fremstir smjörlíkisneytendur í heimi. Fyrir heimsstyrjöldina nam smjörútflutningur Dana hér um bil 90.000 smál. það er að segja 20.000 smál. meira en allur smjör- útflutningur Rússa. Eftir styrjöldina setti Danmörk nýtt met, og nam útflutningurinn 172.000 smálesta árið 1931. Englendingar kaupa mestan hluta danska smjörsins, enda kaupa þeir ómælt af smjöri, hér um bil /= hluta af samanlögðum smjörútflutningi heims- ins. Önnur aðal smjörframleiðslulönd Evrópu eru Niðurlönd og írland. Seinustu árin koma löndin á suðurhvelinu einnig til sögunnar, sem smjörfram- leiðendur: Árið 1935 varð Nýja-Sjáland næstmesta smjörframleiðsluland heimsins (Danmörk nr. 1), Ástr- alía hin þriðja í röðinni og Niðurlönd hin fjórðu. Hugur berst um hyggjusvið, hjartað skerst af ergi. Þegar mest ég þurfti við, þá voru flestir hvergi. Hann ætlaði bara upp í sig að skoða, en ekki til að fara sér að voða, þótt hættan sé oft nær en ætlað er. En hræddist svo, er sá hann allt hið Ijóta, varð sjálfrátt á að hopa, en missti fóta og datt oní kjaftinn á sjálfum sér. VINNAN 181

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.