Stefnir - 01.03.1951, Side 12
10
STEFNIR
að horfa á hertekinn skriðdreka
af rússneskri gerð. Þegar mynd
þessi var tekin, sagði Mac Arthur
við viðstadda blaðamenn: „Þetta
er ánægjuleg sjón fyrir gömlu
augun mín.“ Kommúnístablöðin
vitnuðu rétt í ummælin, en mynd-
in var færð í þenna þokkalega
kommúnisitíska búning.
Kommúnistablöðin voru held-
ur ekki í vandræðum með að
sanna fylgi „fólksins“ í Banda-
ríkjunum við „friðarhreyfing-
una“. Meðfylgjandi mynd birtist
í fyrra í ýmsum kommúnista-
blöðum (sennilega einnig í Þjóð-
viljanum). Fylgdi þessi skýring
myndinni frá fréttaþjónustu
kommúnista: „Á Sambandstorg-
inu í New York var haldinn feiki-
fjölmennur friðarfundur, sem
þrátt fyrir allar tilraunir lög-
reglunnar til að sundra mann-
fjöldanum, endaði með voldugri
kröfugöngu gegn áráísarstefnu
Bandaríkjanna.“ Hið rétta er, að
mynd þessi var upphaflega birt
í ameríska fréttablaðinu Time.
Myndin er reyndar af kröfu-
göngu, en tilefnið er nokkuð ann-
að en kommúnistablöðin til-
greindu. í kröfugöngunni tóku
þátt nokkur þúsund skólanem-
enda í New York, og gengu þeir
til ráðhúss borgarinnar til þess
að mótmæla því, að kennurum
þeirra hafði verið neitað um
launahækkun. Ríðandi lögreglu-
þjónn reynir að halda aftur af
hlæjandi og hrópandi unglinga-
skaranum. Vafalaust hefur eng-
um í hópnum dottið í hug dúfu-
hreyfing kommúnista við þetta
tækifæri, þótt kommúnistablöðin
séu ekki í vandræðum með að
draga sínar ályktanir af mynd-
inni. Það gerir minna til fvrir þá,
þótt sannleikanum sé gersamlega
snúið við. Þeir eru svo vanir slík-
um fréttaflutningi, að auðvalds-
hugtök eins og „sannleikur‘‘
þvælist ekki lengi fyrir þeim.
25. marz 1951,
M. I.