Stefnir - 01.03.1951, Page 13
BALDUR JOHNSEN, læknir:
Getum við höndlað
IEILBBI6BINA?
HEILSUVERND er mál, sem alla varðar,
enda er henni æ meiri ganmur gefinn,
og læknavísindin leffgja nú megináherzlu
á það að kenna fólki l>á lifnaðarliætti, að
auðið verði að koma í veg fyrir sjúkdóm-
ana. Ilefur mjög mikið áunnizt á þessu
sviði, þótt enn hafi ekki tekizt að upp-
ræta orsakir allra sjúkdóma, enda marg-
ar þeirra enn ókunnar. Baldur Johnsen,
læknir, hefur lagt sérstaka stund á þenna
þátt læknavísindanna og hefur hann flutt
útvarpserindi um heilsuvernd, sem vakið
hafa mikla athygli. í eftirfarandi grein
víkur hann að ýmsum mikilvægum atrið-
um, sem varða verndun heilbrigðinnar —
hyrningarsteinsins undir lífshamingju
sérhvers manns.
Menn hafa leitað heilbrigð-
innar með ýmsu móti alla tíð.
Til þess benda fornleifar æva-
gamalla, löngu útdauðra þjóða
°g þjóðflokka.
Lengst af gilti og gildir, að
miklu leyti enn, það sjónarmið
í þessu tilliti, „að eigi veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur“.
Þeas vegna hefur heiihrigðin
fyrst þurft að glatast til þess, að
menn lærðu að meta hana, og
færu að leita hennar á ný, en oft
var þá a'llt um seinan.
Þetta er hið neikvæða viðhorf
til heilbrigðinnar.
Það sem af er þessari öld og
nokkuð af hinni fyrri, hefur þó
sú skoðun fengið meiri og meiri
hyr undir vængi, að heilsuna beri
að vernda, til þess að koma í veg
fyrir, að sjúkdómar nái fótfestu.