Stefnir - 01.03.1951, Page 14

Stefnir - 01.03.1951, Page 14
12 STEFNIR ÞaS er hið jákvæða viðhorf til heilbrigðinnar. Síðustu árin hafa verið sam- felld sigurganga fyrir læknavih- indin, og stöndum við nú langt- um betur að vígi, hvað þetta snertir en nokkur önnur kynslóð á undan okkur, og ættum við að geta gert okkur bjartar framtíð- arvonir, ef rétt væri á málum haldið. Hinar miklu drepsóttir miðald- anna eru nú aðeins fjarlæg saga. Taugaveiki og barnaveiki hafa nærri verið þurrkaðar út. Berklaveikin hefur minnkað stórkostlega, og ætti innan ekki margra áratuga að geta verið úr sögunni, ef ekki verður linað á sókninni. Þannig mætti lengi telja marga hina næmu sjúkdóma, að þeir eru annaðhvort að hverfa, eða orðnir miklu viðráðanlegri en áður var. En hafa menn þá höndlað heil- brigðina? Því er fljótsvarað neitandi; og þarf því til staðfestu ekki annað en benda á hina miklu útbreiðslu hinna svokölluðu hrörnunarsjúk- dóma, sem enn hrjá mannkynið, svo að manni stundum liggur við að efast um gildi þeirrar lenging- ar ævikvöldsins, sem þegar hefur orðið. Hér er um að ræða sjúk- dóma, svo sem krabbamein, sjúk- dóma í blóðrásarkerfi, gigt í margvíslegum myndum, svo og maga- og taugasjúkdóma. Þetta eru þó allt sjúkdómar, sern mik- ið má vinna á móti með heilsu- verndarráðbtöfunum á ýmsum sviðum, ef ráð er í tíma tekið og veltur á miklu, að almenning- ur fái í þessum efnum þá fræðslu, sem nauðsynleg verður að teljast, ef vænta á árangurs. Það sammerkt með þeim sjúkdómum, sem hér á undan voru nefndir, að þeir eiga sér allir mjög langan aðdraganda, að minnsta kosti áður en þeir fara að valda áberandi einkenmim, en upphafið mun oft vera að finna í röngum lifnaðarháttum ýmis- konar, t. d. óheppilegu mataræði, óhollu umhverfi o. s. frv. o. s. frv., og gera menn sér ekki alltaf nægilega ljóí-a grein fyrir, hvert stefnir í þessum efnum, l'yrr en um seinan. Líkamsvélin hefur nefnilega þann undraverða eiginleika, öll- um vélum fremur, að geta skilað öllu starfi, þótt ýmsir hlutar hennar séu mjög farnir að slitna. Þetta á sér raunar stað, í minni stíl, með allar vélar, þar á meðal bifreiðina okkar og mótorbátinn, en þar þykir hlýða að láta fara fram skoðun með vissu mdlibili,

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.