Stefnir - 01.03.1951, Blaðsíða 14

Stefnir - 01.03.1951, Blaðsíða 14
12 STEFNIR ÞaS er hið jákvæða viðhorf til heilbrigðinnar. Síðustu árin hafa verið sam- felld sigurganga fyrir læknavih- indin, og stöndum við nú langt- um betur að vígi, hvað þetta snertir en nokkur önnur kynslóð á undan okkur, og ættum við að geta gert okkur bjartar framtíð- arvonir, ef rétt væri á málum haldið. Hinar miklu drepsóttir miðald- anna eru nú aðeins fjarlæg saga. Taugaveiki og barnaveiki hafa nærri verið þurrkaðar út. Berklaveikin hefur minnkað stórkostlega, og ætti innan ekki margra áratuga að geta verið úr sögunni, ef ekki verður linað á sókninni. Þannig mætti lengi telja marga hina næmu sjúkdóma, að þeir eru annaðhvort að hverfa, eða orðnir miklu viðráðanlegri en áður var. En hafa menn þá höndlað heil- brigðina? Því er fljótsvarað neitandi; og þarf því til staðfestu ekki annað en benda á hina miklu útbreiðslu hinna svokölluðu hrörnunarsjúk- dóma, sem enn hrjá mannkynið, svo að manni stundum liggur við að efast um gildi þeirrar lenging- ar ævikvöldsins, sem þegar hefur orðið. Hér er um að ræða sjúk- dóma, svo sem krabbamein, sjúk- dóma í blóðrásarkerfi, gigt í margvíslegum myndum, svo og maga- og taugasjúkdóma. Þetta eru þó allt sjúkdómar, sern mik- ið má vinna á móti með heilsu- verndarráðbtöfunum á ýmsum sviðum, ef ráð er í tíma tekið og veltur á miklu, að almenning- ur fái í þessum efnum þá fræðslu, sem nauðsynleg verður að teljast, ef vænta á árangurs. Það sammerkt með þeim sjúkdómum, sem hér á undan voru nefndir, að þeir eiga sér allir mjög langan aðdraganda, að minnsta kosti áður en þeir fara að valda áberandi einkenmim, en upphafið mun oft vera að finna í röngum lifnaðarháttum ýmis- konar, t. d. óheppilegu mataræði, óhollu umhverfi o. s. frv. o. s. frv., og gera menn sér ekki alltaf nægilega ljóí-a grein fyrir, hvert stefnir í þessum efnum, l'yrr en um seinan. Líkamsvélin hefur nefnilega þann undraverða eiginleika, öll- um vélum fremur, að geta skilað öllu starfi, þótt ýmsir hlutar hennar séu mjög farnir að slitna. Þetta á sér raunar stað, í minni stíl, með allar vélar, þar á meðal bifreiðina okkar og mótorbátinn, en þar þykir hlýða að láta fara fram skoðun með vissu mdlibili,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.