Stefnir - 01.03.1951, Page 15
GETUM VIÐ HÖNDLAÐ HEILBRIGÐINA?
13
til þess að ganga úr skugga um,
hvort nokkuð (sé að eða ekki, ■—
en svo hátt undir höfði gera menn
almennt ekki sinni eigin U'kams-
vél —, og bilar hún þó oftar en
skyldi, með tiltölulega snöggum
hætti, og leiðir til örorku, sem
hægt hefði verið að fyrirbyggja,
ef ráð hefði verið í tíma tekið.
Hvað er heilbrigði?
Til þess að öðlast betri skiln-
ing á heilbrigðinni, var fvrir 25
árum hafið í Englandi, í Peckham
í suður-London, sérstakt rann-
sóknarstarf þar sem tilraunadýr-
in voru karlar, konur og börn,
fjölskyldur, ekki innilokuð í sér-
stökum klefum eða búrurn, held-
ur í sínu venjulega umhverfi
hversdagslífsins, við strit sitt og
starf, gleði og sorgir, alveg eins
og gengur og gerist.
Það voru raunar nokkrir ungir
menn og konur, sem hrundu til-
rauninni af stað.
Þau höfðu eitthvert hugboð
um, að heilbrigðin væri grund-
vallaratriði í öllu lífi manna. Þó
gerðu þau sér ekki frekar en aðr-
lr fulla grein fyrir, í hverju sönn
‘heilbrigð’i væri fólgin, en þau
höfðu á tilfinningunni, að leynd-
ardómurinn væri falinn með ung-
barninu og fyrsta þroska þess.
Og þau voru sannfærð um, að
mjög væri þýðingarmikið, að
foreldrar væru heilbrigð áður en
barnið væri getið og borið, að
það væri velkomið, og að geta og
vilji væri fyrir hendi til að gefa
því Isómasamlegt uppeldi.
Þetta áhugasama unga fólk
fékk síðan lækna og vísinda-
menn, sem áhuga höfðu fyrir
málinu, í lið með sér.
Síðan hófst tilraun í litlu húsi
í suður-London, þar sem átti að
afla vitneskju um heilbngðina.
I húsinu voru biðstofa. rann-
sóknarherbergi, fataherbergi, bað
og samkomuherbergi.
Þá var fjölskyldum úr næsta
nágrenni boðin þátttaka, gegn
smávægilegu mánaðargjaldi, en í
staðinn áttu þær að geta notað
húsið fyrir félagsheimili, eftir
því sem aðstæður leyfðu og svo
átti að fara fram á þeim reglu-
legar heilbrigðisrannsóknir með
vissu millibili.
Eftir 3 ár voru meðlimir orðn-
ir 400, þ. e. rúmt eitt hundrað
fjölskyldur.
Þar með var ísinn brotinn, og
fyrsti vandinn leystur, en það var
að ná til fólks, sem vildi undir-
gangast heilbrigðisrannsóknir
reglulega, þótt það kenndi sér
einskiþ meins.