Stefnir - 01.03.1951, Page 18

Stefnir - 01.03.1951, Page 18
16 STEFNIR lífseining náttúrunnar í þessu til- felli. SvipaS gildir um manninn. Þar er lífseiningin fjölskyldan, karl og kona, sem lifa í samlífí, með eða án barna. Án þess að skilningur sé til staðar á þes-sum grundvallarat- riðum, verður ekki hægt að skoða heilbrigðina í réttu ljósi. Heilbrigðin er beinlínis háð umhverfinu og starfinu. Þegar hér var komið sögu, hafði frumtilraunin staðið í 3—4 ár. Fjölskyldumeðlimirnir höfðu fengið sínar reglulegu heilbrigð- isskoðanir, og þeir sjúkdómar, sem fundust, smávægilegir og al- varlegir verið teknir til meöferð- ar. En þá kom í ljós, að meðferö virtist oft þýðingarlítil ef ekki var jafnframt hægt að breyta því umhverfi mannsins, sem liafði skapað eða verið meðverkandi til að skapa sjúkdómsástandið. Það sýndi sig einnig, að hjá fólki, sem þjáðilst af óeðlilegri deyfð og drunga, samfara minnkuðu starfsþoli, í einu orði sagt, því sem oft er kallað leti, gat breyting umhverfisins eða starfsbreyting gerbreytt ástandinu til hins betra. í sannleika sagt, er maðurinn svo athafnasöm skepna, að hug- takið leti á ekki við hann, nema sjúkur sé. Hér var auðvitað þýðingarmelst að hafa atvinnu, sér og 'SÍnurn til framfæris, því að án þess, áð geta aflað sér fæðis , klæöis og húsnæðis örugglega, verður aldrei 'hægt að rækta heilbrigðina, og auk þess er atvinnuleysið í sjálfu sér stórhættulegt andlegri heilsu manna. Sé afkoman tryggð er svo um að ræða að Iskapa tækifæri til tómstundaiðju og vekja áhuga á slíku. Þegar sá áhugi var vakinn gat viðhorfið til lífsins og vanda- mála líðandi stundar gerbrevzl. Þarmeð var fundið viðfangs- efni er héldi lífsgleði og áhuga vakandi, og skapaði á nv þann lífsþrótt, sem raunar er hverjum heilbrigðum manni eðlilegur. Þetta vandamál er algengara en menn yfirleitt gera sér grein fyr- ir, því að fáir menn eru svo vel settir í lífinu, að hafa einmitt fengið að aðalstarfi, eða lífsstarfi sitt aðaláhugamál. En hverjum manni er nauðsyn- legt að hafa, að minnsta kosíi að einhverju leyti þá iðju, sem fullnægir hugmyndaflugi hans,

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.