Stefnir - 01.03.1951, Page 21
GETUM VIÐ HÖNDLAÐ HEILBRIGÐINA?
19
að öðru jöfnu, komu fleiri af-
burðamenn úr blönduðu um-
hverfi en þar sem stétlaskipting-
in iskipar mönnum í einhæf
byggðahverfi ríkra manna og
fátækra. Það fækkar tækifærun-
um og þrengir sjóndeildarhring-
inn á báða bóga.
Hér er að finna eina orsökina
til þess, að í fábýli, þó innan
vissra takmarka, fæðast upo fleiri
afburðamenn á sviði lista og
íþrótta, heldur en í fjölbýli stór-
borganna.
Þetta er áberandi hér k landi,
að sumu leyti, miðað við stærri
þjóðlönd og milljónaborgir.
Með hliðsjón af öllu þessu,
hafa opnast á mönnum augun
fyrir því, hve nauðsynlegt er að
stöðva vöxt stórborganna, og þar
eem stórborgir eru þegar komnar,
að draga úr þéttbýlinu, hvenær
sem tækifæri gefst til þess. Hafa
þessi sjónarmið mjög verið ríkj-
andi við uppbyggingu þeirra
borga, sem mest skemmdust í
síðaista stríði. T. d. er í austur-
hluta Lundúna einungis ætlast til
að I/3 hluti þeirra íbúa, eem voru
fyrir stríð, verði framvegis í
borgarhlutanum. Svipað sjónar-
mið gildir í Varsjá í Póllandi
og v. o. v.
Hinir endurreistu borgarhlut-
ar eða nýjar borgir, sem upp
kunna að verða byggðar, eru
samsettir úr hverfiseiningum, eða
nágrannahverfum, með 5—10
þús. íbúa, en það er talin heppi-
legust rekstrareining, með tilliti
til skóla, verzlunar, heilsuvernd-
arstöðva, samkomustaða, og ejálf-
sagt var að staðsetja iðnaðinn í
úthverfum slíkra hverfa.
Allt að 10 nágrannahverfi
mynduðu síðan eitt stórhverfi,
með um 50—60 þús. íbúum, og
var það talin heppilegust borg-
arstærðin, með tilliti til fram-
kvæmdarstjórnar, þæginda og
heilsu íbúanna.
Það mætti segja, að Revkjavík
hefði nú þá hepplegustu stærð og
íbúafjölda, sem á verði kosið.
Og byggingum isíðari ára hef-
ur verið dreift í hverfi, þótt því
fylgi aukinn kostnaður fyrir bæj-
arfélagið, í sambandi við götur
og leiðslur, þá hefur á þessu þýð-
ingarmikla atriði verið fyrir
hendi vakandi skilningur.
Opnu, grænu svæðin eru lungu
stórborganna, og þau ásamt með
barnaleikvöllum og íþróttavöll-
um, eru beztu eiginleikar dreif-
býlisins fluttir inn í borgirnar.
Á hinn bóginn er það svo verk-
efni dreifbýlisins, að hagnýta
beztu eiginleika borganna, svo
sem möguleika til rennandi
neyzluvatns í húsin og frárennsl-