Stefnir - 01.03.1951, Page 22

Stefnir - 01.03.1951, Page 22
20 STEFNIR ils, rafmagns, betra samgöngu- kerfis og félagsstarfsemi. Eftirmáli. Hér hafa verið tekin til athug- unar nokkur undirstöðuatríði, er varða andlega og líkamlega heilsu manna í nútíma þjóðfélagi. Þessi undirstöðuatriði verður að hafa í huga við uppbvggingu heilsuverndarkerfisins, eftir að- stæðum, á hverjum stað. Bifreiðastjórar vita nú, að miklu betri ending fæst úr bif- reiðinni ef skoðun er látin fara fram á henni með vissum milli- hilum, og þá gert við smábilanir, áður en þær fara að hafa áhrif á ganginn. Þetta er talið mikið fjárhagsatriði. Ef við metum manninn marg- falt meira en bifreiðina, hversu miklu þýðingarmeira væri þá ekki, að hann fengi reglulegar heilbrigðisskoðanir, til bess að leita að og gera við smákvilla áð- ur en þeir ná að verða að alvar- legum sjúkdómum, sem svo verða til að fylla hin fáu sjúkrarúm okkar, og leiða svo máske til ör- orku og eða ótímabærs dauða. Hvílíkt fjárhagsatriði væri það ekki. Heilsuverndarsjónarmiðið hef- ur nú þegar á svo mörgum svið- um isannað gildi sitt, að ekki verður um villst, hvert stefnir. Nærtæk dæmi eru: bólusóttin, taugaveikin, chóleran, barnaveik- in og berklaveikin. Við bíðum eftir að aðstaða skapist til að taka krabbameinið sömu tökum og berklaveikina fyr- ir 16 árum, og gildir svipað um ýmsa aðra hrörnunarsjúkdóma. Þannig er augljóst, að hlutfall- ið milli heilsuverndarstarfsemi og lækninga breytist stöðugt heilsuverndinni í vil, og hefur því raunar farið fram síðustu 100 árin, og þeir tímar munu koma, að sjúkrahúsin verði að mestu slysavarðstöðvar og hressingar- hæli, þar sem meðal annars verða kenndir heilbrigðir lifnaðarhætt- ir, þeim, sem afturúr hafa dreg- ist í heilbrigðismenningu. Þá mætti raunar segja, að við hefðum höndlað heilbrigðina. Hin tæknilega hlið heilsuvernd- armálanna væri efni í aðra grein.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.