Stefnir - 01.03.1951, Blaðsíða 24
22
STEFNIR
iþess fallinn að vera héraÖsmið-
stöð.
Reynistaður stendur í vestan-
verðum Skagafirði, þar sem
Langholti sleppir og Sæmundar-
á fellur af Vatnsskarði út með
Vesturfjöllum og fram á slétt-
lendi héraðsins. Er þar nokkru
utar en miður Skagafjörður. Bær-
inn stendur á hæð, sem gengur
fram á sléttlendið. Sést þaðan út
til Tindastóls, eyja og Þórðar-
höfða en Mælifellshnúkur og
Blönduhlíðarfjöll blasa við í
suðri og suðaustri. Þarna tók Jón
Sigurðslson við góðbúi af föður
sínum árið 1914, enda þótt faðir
hans teldist bóndi þar til 1919.
Hefur hann bætt jörðina mjög
og rekur þar nú stórbú ásamt
syni sínum eins og nánar verður
getið síðar. Á Reynistaðarbúi eru
nú hálft þriðja hundrað fjár, 25
nautgripir og um 50 hross. Töðu-
fengur er 7—800 hestburðir og
tún allt slétt og véltækt. Af út-
engjum, sem einnig eru allar
sléttar og véltækar er árlega afl-
að um 2000 hestburða af heyi.
Húsakostur er nú mikill og
góður á Reynistað. Árin 1935—
1938 byggði Jón bóndi þar
myndarlegt tveggja 'hæða stein-
hús með kjallara. Eru í því 14
herbergi auk hreinlætisherbergja
og kjallara.
Fortíð og nútíð mœtast.
Það, sem einkennir hinn nýja
Reynistaðarbæ þegar inn er kom-
ið, er það, að þar mætast fortíð
og nútími í herbergjaskipan og
húsbúnaði. Þar getur að líta nú-
tímastofur búnar nýtízku hús-
gögnum og baðtstofu í gömlum
og þjóðlegum stíl. Hún er hinn
daglegi veru- og vinnustaður
heimilisfólksins. Þar eru lok-
rekkjur meðfram veggjum og
gömul rósamumstur og höfðalet-
ur á þiljum. Ein höfðaletursvísa
er yfir hverri rekkju. Fyrir gafli
baðstofunnar er gamall ættar-
gripur, skápur, sem talinn er
vera rúmlega 450 ára gamall, en
gæti þó verið eldri. Á hurðum
hans eru myndir málaðar og út-
skornar af Kristi og guðspjalla-
mönnunum. í þessu herbergi eru
einnig sími og útvarp.
Onnur (stofa í húsinu, sem
notuð er sem borðstofa fyrir
gesti, er að mestu flutt úr gamla
Reynistaðarbænum, sem var torf-
bær. í honum voru 24 herbergi,
sem innangengt var í, auk
skemmu og útihúss, sem áföst
voru. Var hann byggður um
1840. I þessari stofu er spjalda-
loft og spjaldaþiljur. Þar er
einnig hornskápur, sem er jafn-
gamall gamla bænum. Fyrir