Stefnir - 01.03.1951, Blaðsíða 27
MENN OG MÁLEFNl
25
méð þeim mörkuð stefna, sem
var í senn stórhuga og raunhæl.
Ásamt Magnúsi Guðmundssyni og
Árna G. Eylanas átti Jón á
Reynistað emnig frumkvæði a?
þvj að fyrsia fljótandi skurðgraf
aii var flutt hingað til lands ári?
1925. Var haiin vinna tneð henn'
í Skagafirði en síðan var hún
notuð á Suðurlandi. Var rekstur
hennar upphaf að skurðgröfu-
rekstri ríki|sins.
Hann var einnig upphafsmað-
ur: og flutningsmaður að lögun-
um um óðalsrétt en megintilgang-
ur þeirra er að treysta tengsl
ættarinnar við jörðina og stuðla
að rótfestu fólksins í sveitunum.
Jón á Reynistað er einnig
frumkvöðull laganna um búfjár-
tryggingar. Má segja að hann sé
meðal þeirra, sem hafa átt rík-
astan þátt í lagasetningu uni
flept hin veigameiri mál land-
búnaðarins á síðari tímum. Hef-
ur hann átt sæti í milliþinga-
nefndum Búnaðarþings, en þar
hefur hann einnig verið fulltrúi
Skagfirðinga, er um landbúnað-
armál hafa fjallað. Jafnframt
hefur hann setið í landbúnaðar-
nefnd Nd. Alþingis lengstum síð-
an hann tók sæti á þingi.
Þegar bændur mynduðu fyrstu
stéttarsamtök sín með stofnun
Stéttarsambands bænda árið
1945 var Jón Sigurðsson kjörinn
í stjórn þetss. Hefur hann átt þar
sæti síðan. Þegar framleiðsluráð
landbúnaðarins var stofnað árið
1947 tók hann einnig sæti í stjórn
þess sem fulltrúi Stéttasambands-
ins. Til þess starfa hefur hann
verið endurkjörinn síðan.
Heima á Reynistað.
Jón á Reyniistað kvæntist árið
1913 Sigrúnu Pálmadóttur, Þór-
oddssonar prests að Höfða og
síðar á Hofsósi. Hafa þau átt
þrjú börn en tvö þeirra dóu
kornung. Þriðja barn þeirra,
Sigurður, er nú fulltíða maður
og rekur síðan árið 1948 félags-
bú með föður sínum. Hlaut hann
eins og faðir hans búnaðarmennt-
un hér heima en sigldi síðan til
framhaldsnáms og dvaldi 2 ár í
Noregi. Hafa þau nú gert Reyni-
stað að ættaróðali samkvæmt lög-
unum um óðalsrétt.
Ef spurt væri um tómistunda-
iðju Jóns Sigurðssonar, hygg ég,
að ekki orki tvímælis, að rann-
sóknir á ættfræði og sögu komi
þar fyrst og fremst til greina.
Þeim hefur liann fórnað miklum
tíma og fyrirhöfn. En af þeim
hefur hann einnig hið mesta yndi
og skemmtun. Hann hefur t.d.
átt mestan þátt í útgáfu jarða- og