Stefnir - 01.03.1951, Qupperneq 29
Herra borgarstjórinn
Eftir A. ]. Cronin.
SÍÐASTLIÐIÐ sumar, þegar ég
ók milli aldingarðanna í Nor-
mandí, kom ég allt í einu auga á
gamla höll, um leið og ég kom
fyrir horn á veginum. Það að sjá
þessa reisulegu byggingu, sem
stóð þarna í grænum garðinum
milli bogaganga af linditrjám.
kom mér til að nema staðar.
„Hver á hér heima,“ spurði
ég gamlan sveitamann, sem gekk
framhjá.
Bros kom á viðurbitið andlitið.
„Ó, það er herra borgarstjór-
* _ U
ínn.
„En þetta hlýtur að vera heim-
ili einhvers aðalsmanns,“ sagði
4g undrandi.
„Já, herra borgarstjórinn er
markgreifi. Hann ber eitt tign-
asta nafn í Frakklandi. En hann
er einnig borgarstjóri í bænum
okkar. Og sem slíkan, herra
minn, þekkjum við hann.“
Það var eitthvað í raddblæ og
látbragði mannsins, sem vakti
forvitni mína og kom inn hjá
mér þeirri hugmynd að hér hefði
ég hnotið um sögu. Svo að í stað-
inn fyrir að halda áfram til St.
Malo, eins og ég hafði ætlað
mér, beygði ég í áttina til aðliggj-
andi bæjar og nam staðar við
veitingahúsið. Ég fann til sterkr-
ar löngunar til að hitta herra
horgarstjórann. Veitingamaður-
inn fullvissaði mig um, að það
mundi ekki verða erfitt — það
gæti hver sem væri náð tali af
borgarstjóranum. Ég fylgdi leið-
beiningum hans, fór yfir torgið
og gekk inn í litla ráðhúsið með
rauða þakinu.
Hér fann ég manninn, sem ég
leitaði að, sitjandi við slitið
plankaborð, undir franska fán-
anum, í litlu, tómlegu, hvít-
þvegnu herbergi. Hann var mið-
aldra maður, grannvaxinn og
magur, með skarpa andlitsdrætti,