Stefnir - 01.03.1951, Page 32
30
STEFNIR
aldaraðir, var í ólýsanlegri nið-
urníðslu, og ég auðvitað fullkom-
lega rúinn inn að skyrtunni. Mér
kom í hug að strjúka eitthvað
hurt frá þessu öllu saman. En
þá varð ég þess var, gegnum
mistur minnar eigin óhamingju,
að ástandið hjá fólkinu í bæn-
um var enn verra en hjá mér.
Húsin höfðu hrunið til grunna.
Fæðan var af skornum skammti.
Peningarnir voru verðlausir, og
margir vesalings sveitamenn, sem
með ævilöngu striti höfðu eign-
ast örlítið sparifé, voru nú full-
komlega snauðir. Allt, sem við
höfðum trúað á, virtist horfið.
Fólkið vantaði ekki aðeins heim-
ili, brauð og peninga, heldur
líka hjörtu og trú. Það hafði glat-
að trú sinni á Guð, á Frakkland
og á sjálft sig.
Svona hryllilegt var ástandið,
þegar hinn nýi óvinur skreið inn.
Já, herra minn, hér í þessum
afskekkta landshluta, langt frá
stórborgunum, var okkur ógnað
af kommúnismanum. Vélamað-
ur að nafni Martin,var foringi.
Hann hafði orðið fyrir slæmum
áföllum —- viðskiptin voru búin
að vera og landskikinn, sem hann
hafði keypt og ræktað, var orð-
inn svo þéttvaxinn villirósum eft-
ir stríðsárin, að hann hafði
hvorki tæki né vilja til að
hreinsa hann. Hann prédikaði nú
byltingu, og áður en langt um
leið var stór hópur af fólki kom-
inn undir áhrifavald hans.“
Gestgjafi minn þagnaði og
starði hugsandi út í nóttina.
„Ég verð að játa fyrir þér,
herra minn, að ætt mín hefur
ávallt haldið sér frá þorpinu, og
engan áhuga haft á því. nema
þegar þurfti að útvega þaðan
nýja þjóna. En allt í einu fann
ég, síðasti ættliðurinn, til sterkr-
ar ábyrgðartilfinningar. Ef til
vill manstu eftir dæmisögunni
um týndu talentuna. Þannig var
það með mig, herra minn, mér
fannst ég verða að fara út og
leita hvíldarlaust, þar til ég
fynndi hina glötuðu talentu ham-
ingu og velmegunar eyðilagðs
þorps.
Það vildi svo til að bæjar-
stjórastaðan losnaði. Enginn sótt-
ist eftir henni. Hún var gamal-
dags fyrirbæri, eftir því sem
Martin sagði, hluti af hinu hrynj-
andi skipulagi, sem hafði blekkt
fólkið og tortímt því.
Ég sótti um stöðuna og var
kjörinn. Og nú, í stað þess að
leita til þorpsbúa um að þjóna
mér, byrjaði ég að þjóna þeim.‘
Aftur þagnaði hann hugsandi.
„Ég skal ekki þreyta þig með
því að rekja viðleitni mína í smá-