Stefnir - 01.03.1951, Page 38
36
STEFNIR
merkur skyldi verða á styrjaldar-
árunum.“
Þessi ummæli hafa að vonum
vakið megna óánægju þeirra ís-
lendinga, sem um þau vita. Verð-
ur ekki komist hjá því, að átelja
þau harðlega. Er leitt til þess að
vita að sendimenn landsins erlend-
is gerast berir að slíkum skilnings-
skorti á aðstöðu þjóðar sinnar
og fram kemur í fyrrgreindum
ummælum Stefáns Þorvarðarson-
ar. fslendingar hafa ekkert að
harma í þessu efni. Þeir nevttu
aðeins lagalegs réttar síns er þeir
skildu við Dani og stofnuðu lýð-
veldi sumarið 1944. Það ætti
sendiherra okkar í Kaupmanna-
höfn að vita. Ummæli hans og
framkoma við þetta tækifæri er
því hreint hneyksli, sem er landi
og þjóð til vansæmdar.
Ákveðið hefur ver-
Landsfundur ið að Landsfundur
Sjálfstœðis- Sjálfstæðisflokks-
flokksins ins verði haldinn í
í sumar. Reykjavík á kom-
andi sumri. Kom
hann síðast saman á Akureyri
sumarið 1948. Mikils er um vert
að þessi fundur verði vel sóttur
af flokksmönnum sem víðast frá
af landinu. Sjálfstæðismenn þurfa
um þessar mundir að taka af-
stöðu til margra mála. Þeir þurfa
ennfremur að leggja grundvöll að
bættu skipulagi flokks síns.
Samband ungra Sjálfstæðis-
manna mun um svipað leyti halda
j)ing, einnig í Reykjavík. Er þeg-
ar hafinn undirbúningur að báð-
um þessum fundum.
Sjálfstæðismenn um land allt
verða að búa sig undir að hefja
öfluga sókn fyrir stefnu sinni.
Enda þótt núverandi stjórnarsam-
starf við Framsóknarflokkinn
gangi ekki verr en vænta mátti,
verður þó ekki gengið á snið við
þá staðreynd að samstjórnar-
skipulagið er að ganga sér til
húðar hér á landi. Sjálfstæðis-
menn mega þessvegna ekki missa
sjónar á nauðsyn þess að afla
stefnu sinni hreins meirihluta-
fylgis á Alþingi. Fyrr en það
hefur tekist geta þeir ekki vænzt
stjórnarstefnu, sem sé þeim að
skapi og tryggi þjóðinni heil-
hrigt stjórnarfar.
31. marz — S. Bj.