Stefnir - 01.03.1951, Page 41
MARGHÖFÐAÐA ÓFRESKJAN
39
á honum, þegar hann kom auga
á son eins af þjónunum, sem enn
voru honum trúir, meðal árásar-
mannanna. „Hugsaðu þér ef fað-
ir þinn sæi til þín núna,“ hróp-
aði hann og horfði með með-
aumkun á drenginn. Fólkið ger-
ir aðsúg að drengnum með háðs-
glósum; það hrópar í öllum
hugsanlegum tóntegundum:
„Hugsaðu þér, ef faðir þinn sæi
til þín núna!“ Menn gleymdu
fanganum, sem nú komst auð-
veldlega undan.
Múgurinn hefur nefnilega
sterkar tilfinningar en skamm-
sýnar hugsanir. Ein hugmyndin
tekur við af annarri. Hann á erf-
itt með að venjast nýjum hugs-
unarhætti og kýs þess vegna frek-
ar léttvæg slagorð sem túlka
takmark hans. Von, trú og styrk-
ur múgsins á sér engin takmörk.
Vegna einlægrar aðdáunar á því,
sem merkilegt er, er múgurinn
fús til að trúa hinu ósennilegasta,
aðeins ef það æsir hugmyndaflug
hans. Aftur á móti neitar múgur-
inn að trúa þeim fréttum, sem
ekki eru í samræmi við óskir
hans. 2. september 1870 kom
tötralegur hermaður inn í veit-
ingahús nokkurt. Hann hafði enga
peninga, en gat til endurgjalds
sagt óvæntar fréttir, Gestirnir
risu á fætur og umkringdu hann,
og þegar hann hafði lokið úr
glasinu, skýrði hann frá því, að
keisarinn hefði gefist upp við
Sedan og verið tekinn til fanga.
Hann var strax rengdur og kraf-
inn sannana. „Ég var þar sjálf-
ur.“ En enginn vildi trúa honum.
Einn ógnaði honum með hníf og
hermaðurinn varð að flýja til að
verða ekki drepinn.
Sameiginlegar skynvillur.
Þessi tilhneiging getur einnig
leitt til sameiginlegra skynvillna.
Freygátan „La Belle Poule“, sem
var stjórnað af Desfossés, aðmír-
ál, missti einu sinni í fárviðri allt
samband við herskipið „Le Ber-
eeau“, sem hún var í fylgd með.
Þegar storminum slotaði voru
allir á verði. Langt í burtu komu
þeir auga á eitthvað á floti með
fólk, sem reyndi að gefa neyð-
armerki. Bátum var skotið á flot.
Flakið sáu þeir nú vel og gátu
næstum talið skipsbrotsmennina.
En eftir að hafa farið nokkur
hundruð faðma, sáu þeir ekki
annað en nokkrar greinar á floti.
Sjómennirnir voru svo ákafir í
að finna aftur félaga sína, að
þeir trúðu því, að greinarnar
væru hinir týndu félagar þeirra.
Svipuð sjónblekking leiddi til al-
varlegra atburða í rússnesk-jap-
anska stríðinu. Ein af herflota-