Stefnir - 01.03.1951, Page 50

Stefnir - 01.03.1951, Page 50
48 STEFNIR fiskmjölsverksmiðjur. Alls er talið, að á árinu hafi togararnir landað í verksmiðjur rúmlega 63000 smál., en vafalaust er að meginhluti þess var karfi. Auk þess lönduðu togararnir tæplega 8000 smál. af karfa, sem unnin var í frystihúsunum. Það er því enginn vafi á, að á árinu 1950 veiddi íslenzki fiskiflotinn meiri karfa en nokkru sinni fvrr á einu ári. Auk veiðanna fyrir fiskmjöls- verksmiðjurnar hófust um hausts- ið karfaveiðar fyrir fryistihússin. Var hér um algera nýjung að ræða í íslenzkum fiskiðnaði. Þess hefur áður verið getið að í Þýzkalandi sé góður markaður fyrir ísvarinn karfa. Fryst karfa- flök hafa hinsvegar ekki selzt þangað frekar en raunar annar frystur fiskur. Við austurströnd N.-Ameríku norðarlega eru auðug karfamið, þar sem veiðar hafa nú verið stundaðar mikið á annan tug ára. Árið 1946 var karfaaflinn um 80.000 smál. Hefur skapast all- góður markaður fyrir nýjan og fryistan karfa þar í landi en minnkandi fiskigegnd á miðun- um og vaxandi eftirspurn eftir karfa hefur gert það að verkum að ekki hefur verið unnt að full- nægja eftirspurninni. Þar hefur því um nokkur ár a. m. k. verið unnt að selja fryst karfaflök en það var ekki fyrr en á s. 1. ári að hafist var handa um að not- færa sér þennan markað. Aðstæður hér innanlands höfðu verið þannig fram á árið 1950 að ekki var talið hugsanlegt að frysta karfaflök með það fyrir augum að selja hann til Banda- ríkjanna. Kom þar fyrst til hið mjög óhagstæða hlutfall milli framleiðslukostnaðarins og sölu- verSsisns á flökunum en um þriggja ára bil var sem kunnugt er greitt úr ríkissjóði mismunur á framleiðslukostnaðarverði og söluverði þess fisks, sem kom frá bátaútveginum en togararnir urðu aö bjarga sér án slíkrar að- stoöar. Hinsvegar gátu togararn- ir á árunum 1949 og 1950 selt afla sinn í Þýzkalandi m .a. mikið af karfa eins og áður get- ur, fyrir allgott verð. Við gengiislækkunina í marz 1950 varð hinsvegar sú hreyting á að möguleikar sköpuðust til að hefja flökun, og frystingu karf- ans fyrir Bandaríkjamarkað. Einnig kom það til, að brezki markaðurinn brást óvenju snemma á árinu og samningar við Þjóðverja gerðu ráð fyrir mikið minna magni af ísfiski en verið hafði tvö undanfarin ár.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.