Stefnir - 01.03.1951, Page 51

Stefnir - 01.03.1951, Page 51
KARFI OG KARFAVEIÐAR 49 Þá var það enn að bandarískir sérfræðingar, sem komu til lands- ins seinnihluta vetrar til athug- unar á fiskiðnaðinum hvöttu mjög til þes(s, að hafin yrði karfa- frysting. Vegna togaraverkfallsins varð lítið um frystingu karfans fyrr en kom fram í nóvember að loknu verkfallinu. Það er því ekki hægt að segja að mikil reynsla sé enn komin á þessa fram- leið-lu. Fram til ársloka 1950 nam framleiðsla frystra karfa- flaka um 1800 smál. og hefur það allt verið flutt út. Er ekki annað vitað en að sala þessarar fram- leiðslu hafi gengið ágætlega og er því ekki að neita að hin góða byrjun hefur vakið vonir hjá mönnum um að áframhald verði þár á. Með þessari framleiðslu hefur hefur skapast nýtt viðhorf bæði fyrir togarana og fiskvinnslu- stöðvarnar í landi þ. e. aðallega frystihúsin og fiekmjölsverksmiðj- urnar. Eitt af því ,sem mjög hefur iþyngt rekstri frystihúsanna er hversu stuttur vinnslutíminn hef- ur verið á ári hverju. Allur þorri frystihúsanna hefur ekki verið við vinnslu nema 4—5 mánuði á ári hverju eða m.ö.o. yfir vertíðina. Hefur þetta valdið óeðlilega miklum kostnaði við framleiðsl- una. Með karfafrystingunni skap- ast möguleikar til þegs að láta frystihúsin vinna meginhluta árs- ins. Hefur þetta ekki bara þýð- ingu fyrir afkomu frystihúsasnna sjálfra heldur og fyrir fólkið og veiðistöðvarnar, sem bggir af- komu sína að mestu á fiskvinnslu- stöðvunum. Fyrir styrjöldina áttu togar- arnir yfirleitt um tvo koeti að að velja, annaðhvort ísfiskveið- ar, sem voru þó aðeins möguleg- ar takmarkaðan tíma á ári hverju, og saltfiskveiðar. Auk þess stunduðu allmargir togarar síldveiðar. Ástandið að því er ísfiskveiðarnar snertir hefur í seinni tíð færst meir og meir í svipað horf og var fyrir styrjöldina. Markaðirnir hafa þrengst og orðið ótryggari og aðeins mögu- legt að sigla með ísfisk nokkurn hluta ársins. Saltfiskveiðar eru að vísu hægt að stunda á vetrar- vertíðinni en tregur afli af þeim fisktegundum, sem hentugar eru til söltunar, á sumrin og haustin, gerir þær veiðar lítið eftirsóttar. Síldveiðar mega heita útilokaðar ef svo heldur áfram, sem verið hefur undanfarin ár. Karfinn veiðist hinsvegar á þeim tíma þ. e. sumar og hauist, þegar aðrar

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.