Stefnir - 01.03.1951, Side 53

Stefnir - 01.03.1951, Side 53
Kynni Astralíumanna og Ný- Sjálendinga af sósíalismanum Eflir STANLEY HIGH. — í grein þessari skýrir kunn- ur stjórnmálagagnrýnandi frá niðurstöðunum af yfirgripsmikl- um rannsóknum sínum á einu veigamesta pólitíska afturhvarfi vorra tíma. — Seint á síðastliðnu ári bundu kosningar enda á 14 ára valda- tímabil sósíalista á Nýja Sjálandi og 8 ára valdatímabil sósíalista í Ástralíu. Undir ríkisstjórnum verkamannaflokkanna í þessum ríkjum átti sósíalisminn sín lengstu tækifæri við hagstæðar fjármálaaðstæður til þess að stað- reyna, að hægt væri að fram- kvæma grundvallarkenningar hans og efna þau fyrirheit, sem hann gefur. Sósíalistar töpuðu kosningunum 1949 í báðum þess- um ríkjum, vegna þess að fólkið ^ar hafði komizt að raun um, cftir öll þessi ár, sem það hafði reynt sósíalismann í framkvæmd, að hann hafði brugðist. „Kosn- ingarnar voru bein átök milli sósíalismans og kapitalismans,“ sagði J. B. Chifley, formaður ástralska Verkamannaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Eftir kosningarnar í Nýja Sjá- landi sagði S. G. Holland, for- maður Þjóðernisflokksins og nú- verandi forsætisráðherra: „Aldrei var meiri atvinna, hærra kaup, styttri vinnutími, launaðir frí- dagar jafn margir, eða bætur frá almannatryggingum jafn víðtæk- ar. En Ný-Sjálendingar höfðu komizt að raun um að þetta var sósíalisma-velmegun og þeir höfðu fengið að reyna, hvað það kostaði; framærslukostnaðurinn hafði tvöfaldast, skattar voru orðnir gífurlegir, og þjóðin varð að búa við margvíslega skömmt- un, höft og bönn, og líf manna var dapurlegt og ömurlegt, skipu- lagt og stjórnað af opinberu skrif- stofuvaldi. Við buðum þjóðinni frjálst framtak að nýju, endur- heimt persónufrelsi og tækifæri

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.