Stefnir - 01.03.1951, Page 55
KYNNI ÁSTRALlUM. OG NÝ-SJÁL. AF SÓSÍALISMANUM
53
SYDNEY G. HOEEAND
forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
BOBERT G. MENZIES
forsætisráðherra Ástralíu.
ar og tæki í Bandaríkjunum, þá
neitaði ríkisstjórnin þeim um yf-
irfærslu á dollurum, en TAA
voru samtímis heimiluð slík kaup.
Þrátt fyrir allt þetta hefur
einkafyrirtækið ANA getað hald-
ið uppi flugþjónustu sinni og
haldið áfram að bera arð, en
ríkisfyrirtækið TAA hefur verið
rekið með tapi á hverju ári, þótt
það greiði enga skatta og jafnvel
enga vexti af þeim milljónum,
sem í það hefur verið ausið úr
vösum skattgreiðenda.
Nú þegar við völdum er tekin
ríkisstjórn, sem er andvíg þjóð-
nýtingu, þá mun hún láta TAA
starfa áfram í frjálsri samkeppni
á jafnréttisgrundvelli, og verður
það þá annað tveggja að halda
velli í þeirri samkeppni, eða
hætta störfum ella.
Eftir styrjöldina ákvað ástr-
alska Verkamannastjórnin að
þjóðnýta strandferðirnar og
keypti heilan flota af strandferða-
skipum, þótt einstökum félögum
hefði verið neitað um slík kaup.
Stjórnin lagði jafnframt allskon-
ar hömlur á starfsemi einstakra
skipafélaga. Árangurinn varð sá,
að þótt stjórnin hækkaði farm-