Stefnir - 01.03.1951, Page 56
54
STEFNIR
gjöldin gífurlega, þá reyndist
þetta svo kostnaðarsamt glap-
ræði, að skattgreiðendur hafa
alls orðið að punga út með 10
milljónir sterlingspunda til þess
að greiða töpin.
Á Nýja Sjálandi skilgreindi
iþjóðernisflokkurinn árangurinn
af stjórn Sósíalista þannig: „Hér
eins og annars staðar, þar sem
hinir „skipuleggjandi“ Sósíalist-
ar hafa farið með völdin, þá fá
menn minni vörur, lakari að
gæðum og við hærra verði.“ Allt
frá kolanámum, járnbrautum og
íbúðarhúsum til veitingahúsa,
ferðamannagistihúsa og „flax'1-1)
ræktarbúa ríkisins var tap á rík-
isfyrirtækjunum.
„Hið þýðingarmesta við járn-
brautirnar okkar er,“ sagði ný-
sjálenzkur sósíalisti, „að þar
sem þær eru í ríkiseign, þá eru
þær sameign okkar allra.“ Það
eru þó kostnaðarsöm forréttindi.
Járnbrautirnar greiða enga skatta.
Til þess að vernda þær fyrir „ó-
heiðarlegri samkeppni einka-
rekstursins, þá eru lagðir sérstak-
ir skattar á áætlunarbíla og aðra
vagna í eigu einstaklinga, sem
flytja fólk eða vörur eftir sömu
I) Sérstök nytjajurt á Nýja Sjá-
landi. Úr trefjum blaðanna eru unn-
ir dúkar.
leiðum og járnbrautirnar. Samt
sem áður varð kostnaðurinn við
að eiga járnbrautirnar á síðast-
liðnu ári að meðaltali 7 pund og
10 shillingar á hverja fjölskyldu
á Nýja Sjálandi.
Til þess að greiða töpin af
hinum þjóðnýttu fyrirtækjum, og
hinn sívaxandi kostnað við aukn-
ar alþýðutryggingar, þá hafa
skattgreiðendur Ástralíu og Nýja
Sjálands árlega orðið að greiða
svo gífurlega skatta, að þar er
raunverulega um beina upptöku
eigna að ræða.
Árið 1933 var lagður á 5%
söluskattur á Nýja Sjálandi, sem
sérstök neyðarráðstöfun. Þessum
skatti, sem á stríðsárunum var
hækkaður upp í 20 til 30 prósent
á sumum vörum, hefur verið
haldið við til þess að mæta eyðslu
sósíalistanna. Launaskatturinn.
sem átti að bera uppi kostnaðinn
við alþýðutryggingarnar, hefui
verið meira en tvöfaldaður, og
á síðastliðnu ári nam hann meiru
en heildartekjur ríkisins höfðu
nokkurn tíma numið, áður en
Sósíalistar tóku við völdum. Ár-
ið 1949 varð sérhver Ný-Sjálend-
ingur að vinna þrjár vinnustundr
ir af hverjum átta fyrir ríkis-
stjórnina til þess að greiða skatt-
reikninga sína.
í Ástralíu hefur ráðsmennska