Stefnir - 01.03.1951, Page 60

Stefnir - 01.03.1951, Page 60
58 STEFNIK um hópum utan við flokkalínur og án pólitískrar reynslu. Einn stjórnmálaleiðtogi sagði: „Kven- fólkið hefur fengið að kynnast sósíalismanum og óskar ekki eft- ir meiru af því tagi. Vér höfum séð, að hagur heimilanna versn- ar en ekki batnar, ef launin hækka um 40%, en matvæli og fatnaður um 60%. Sjötíu prósent af frambjóðend- um Frjálslynda flokksins til ástralska þingsins voru uppgjafa- hermenn, og meira en helmingur þeirra yngri en fertugir. í þess- um kosningum var æskan meira að segja svo mjög andvíg Verka- mannaflokknum, sem eitt sinn naut mikillar hylli æskunnar, að nú gat hann með engu móti drif- ið upp æskulýðshreyfingu til þess að styðja sig í kosningabar- áttunni. Einn formælandi æsk- unnar, ungur stúdent sagði: „Þessar kosningar varða framtíð okkar. Sósíalistar segjast ætla að skapa okkur framtíð, en við vilj- um sjálfir skapa okkar framtíð. Sósíalisminn segist skuli afnema áhættuna. Það sem við viljum fá eru tækifæri, og þeim fylgir allt- af nokkur áhætta. Þegar þið greiðið atkvæði, þá minnist þess, að við ungir Ástralíumenn höfum séð Sósíalismann í framkvæmd, og við getum ekki séð í honum neina framtíð fyrir okkur.“ Hvorki í Ástralíu eða Nýja Sjálandi mun það reynast auð- velt að útrýma lamandi afleið- ingum hins langa valdaferlis sósíalista og veita einstaklingun- um persónufrelsi sitt og efna- hagslegt frjálsræði að nýju. En báðar þessar þjóðir hafa kynnzt því að eigin raun, hvað sósíalis- minn gerir fyrir þær. Þær hafa búið undir stjórn sósíalista leng- ur en nokkrar aðrar þjöðir í heiminum, og hafa af því orðið daprari en vitrari en áður. Þær hafa nú fengið völdin með næg- um meirihluta í hendur stjórnum, sem trúa á frjálst framtak og meira, en ekki minna frelsi. „Við trúum því,“ segir Robert Menzies, „að iðnaður, rekinn af einstaklingum á samkeppnis- grundvelli, sé í öllu eðli sínu af- kastameiri, framleiði betri vörur, og með því að framleiða þær og selja í samkeppni bjóði kaupend- unum þau gæði, nytsemi og hóf- legt verð, sem þeim er rétt að krefjast.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.