Stefnir - 01.03.1951, Síða 60

Stefnir - 01.03.1951, Síða 60
58 STEFNIK um hópum utan við flokkalínur og án pólitískrar reynslu. Einn stjórnmálaleiðtogi sagði: „Kven- fólkið hefur fengið að kynnast sósíalismanum og óskar ekki eft- ir meiru af því tagi. Vér höfum séð, að hagur heimilanna versn- ar en ekki batnar, ef launin hækka um 40%, en matvæli og fatnaður um 60%. Sjötíu prósent af frambjóðend- um Frjálslynda flokksins til ástralska þingsins voru uppgjafa- hermenn, og meira en helmingur þeirra yngri en fertugir. í þess- um kosningum var æskan meira að segja svo mjög andvíg Verka- mannaflokknum, sem eitt sinn naut mikillar hylli æskunnar, að nú gat hann með engu móti drif- ið upp æskulýðshreyfingu til þess að styðja sig í kosningabar- áttunni. Einn formælandi æsk- unnar, ungur stúdent sagði: „Þessar kosningar varða framtíð okkar. Sósíalistar segjast ætla að skapa okkur framtíð, en við vilj- um sjálfir skapa okkar framtíð. Sósíalisminn segist skuli afnema áhættuna. Það sem við viljum fá eru tækifæri, og þeim fylgir allt- af nokkur áhætta. Þegar þið greiðið atkvæði, þá minnist þess, að við ungir Ástralíumenn höfum séð Sósíalismann í framkvæmd, og við getum ekki séð í honum neina framtíð fyrir okkur.“ Hvorki í Ástralíu eða Nýja Sjálandi mun það reynast auð- velt að útrýma lamandi afleið- ingum hins langa valdaferlis sósíalista og veita einstaklingun- um persónufrelsi sitt og efna- hagslegt frjálsræði að nýju. En báðar þessar þjóðir hafa kynnzt því að eigin raun, hvað sósíalis- minn gerir fyrir þær. Þær hafa búið undir stjórn sósíalista leng- ur en nokkrar aðrar þjöðir í heiminum, og hafa af því orðið daprari en vitrari en áður. Þær hafa nú fengið völdin með næg- um meirihluta í hendur stjórnum, sem trúa á frjálst framtak og meira, en ekki minna frelsi. „Við trúum því,“ segir Robert Menzies, „að iðnaður, rekinn af einstaklingum á samkeppnis- grundvelli, sé í öllu eðli sínu af- kastameiri, framleiði betri vörur, og með því að framleiða þær og selja í samkeppni bjóði kaupend- unum þau gæði, nytsemi og hóf- legt verð, sem þeim er rétt að krefjast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.