Stefnir - 01.03.1951, Síða 62
60
STEFNIR
Neskaupstaður.
voru seldir en keypt aftur „nýsköpunarskip"; er nú skipastóllinn
þessi: 2 togarar, 10 bátar 50—100 smál., 5 bátar 15—25 smál. og
auk þess fáeinar trillur. Stærri bátarnir hafa stundað síld- og þorsk-
veiðar, mest í öðrum landshlutum, eða siglt út með fiskinn ísvarinn
að heiman. Afli smærri bátanna — og lítið eitt af hinum stærri —-
hefur verið hraðfrystur.
Auk stækkunar skipastólsins hafa í Neskaupstað orðið miklar
framfarir í landi, upp úr stríðinu. Bæjarbryggja, með bílavog og
krana, hefur verið byggð og í ráði er að byggja aðra til. Dráttar-
braut fyrir 150 smál. skip er komin, ásamt skipasmíðastöð og véla-
smiðju. Tvö hraðfrystihús, sem samanlagt eiga að geta fryst 40
smál. af flökum á hverjum 15 tímum, hafa verið byggð, — hið
stærra þó ekki fullgert. Beinamjölsverksmiðja fylgir stærra húsinu
og bæði hafa þau ísvinnsluvélar. Ný Diesel-rafstöð er tekin til starfa,
þó ekki fullgerð enn. Sjúkrahús er í smíðum og starfandi almenn-
ingsJþvottahús. Prýðileg sundlaug er komin upp og bærinn hefur
eignast jarðýtu og skurðgröfu.
Þetta allt eru vissulega miklar framkvæmdir, í ekki stærri bæ, og