Stefnir - 01.03.1951, Page 62

Stefnir - 01.03.1951, Page 62
60 STEFNIR Neskaupstaður. voru seldir en keypt aftur „nýsköpunarskip"; er nú skipastóllinn þessi: 2 togarar, 10 bátar 50—100 smál., 5 bátar 15—25 smál. og auk þess fáeinar trillur. Stærri bátarnir hafa stundað síld- og þorsk- veiðar, mest í öðrum landshlutum, eða siglt út með fiskinn ísvarinn að heiman. Afli smærri bátanna — og lítið eitt af hinum stærri —- hefur verið hraðfrystur. Auk stækkunar skipastólsins hafa í Neskaupstað orðið miklar framfarir í landi, upp úr stríðinu. Bæjarbryggja, með bílavog og krana, hefur verið byggð og í ráði er að byggja aðra til. Dráttar- braut fyrir 150 smál. skip er komin, ásamt skipasmíðastöð og véla- smiðju. Tvö hraðfrystihús, sem samanlagt eiga að geta fryst 40 smál. af flökum á hverjum 15 tímum, hafa verið byggð, — hið stærra þó ekki fullgert. Beinamjölsverksmiðja fylgir stærra húsinu og bæði hafa þau ísvinnsluvélar. Ný Diesel-rafstöð er tekin til starfa, þó ekki fullgerð enn. Sjúkrahús er í smíðum og starfandi almenn- ingsJþvottahús. Prýðileg sundlaug er komin upp og bærinn hefur eignast jarðýtu og skurðgröfu. Þetta allt eru vissulega miklar framkvæmdir, í ekki stærri bæ, og

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.