Stefnir - 01.03.1951, Blaðsíða 65
ISLENZKIR KAUPSTAÐIR
63
A síðasta tug nítjándu aldarinnar tekur þorpið fyrir alvöru að fá
á sig kauptúnisbrag. Þá er kirkja reist á staðnum, fyrsti vitinn byggð-
ur, bryggur byggðar og vegir lagðir um þorpið, allt að sönnu smátt
í fyrstu, nema kirkjan, sem stendur enn og vitinn, en þó vísir að
nýjum tíma.
Ytri-Akraneshreppur og síðar Akranesbær hefur átt því mikla láni
að fagna, að þar hafa starfað hinir mestu dugnaðar- og atorkumenn,
menn sem hafa staðið í fremstu röð landsmanna um framkvæmdir
og framfarir. Slíkir atorku- og framfaramenn, eins og Thor Jensen,
isem þarna var um árabil, Þórður Ásmundsson, bræðurnir Böðvar
og Snæbjörn Þorvaldssynir og Bjarni Ólafsson, áttu sinn ríkasta
þátt í að leggja þann grundvöll, sem síðar hefur verið reist á um
vöxt og viðgang þessa sjávarþorps og blésu þeim lífsanda í fram-
kvæmdirnar og framfarirnar, sem síðar varð til að fleyta þessu litla
þorpi inn í röð framleiðsludrýgstu kaupstaðanna á sviði sjávarút-
vegsins. Og það er einnig mikil gæfa fyrir Akranes, að enn þann
dag í dag eru þar ótrauðir framfara- og framkvæmdamenn, sem
halda merki kaupstaðarins vel og drengilega á lofti; meðal margra
annarra þeir feðgar Haraldur Böðvarsson og Sturlaugur, Jón Árna-
son, forseti bæjanstjórnar, Ólafur B. Björnsson, fyrrv. forseti bæjar-
stjórnar, Þorgeir Jónsson, og síðast en ekki sízt þingmaður kjördæm-
isins, Pétur Ottesen, svo aðeins örfá nöfn séu nefnd.
Einmitt nú hin síðari ár hafa þó framfarirnar og framkvæmdirn-
ar á Akranesi verið hvað stórstígastar, enda hafa Akurnesingar kunn-
að að færa sér í nyt nútímatækni. í kaupstaðnum eru nú starfrækt
3 fullkomin frystihús, niðursuðuverksmiðja og síldarverksmiðja, gerð-
ir út milli 15 og 20 vélbátar og einn nýsköpunartogari. Hafnar-
framkvæmdirnar á Akranesi eru þó einstakastar í sinni röð, hvað
framsýni og stórhug snertir, því kaup steinkeranna voru alger nýjung
hérlendis, er Ákurnesingar réðust í þau —. Þessi steinkerakaup hafa
alls ekki brugðist vonum manna, því nú er svo komið, að Akranes-
bær hefur fengið ’höfn, þrátt fyrir erfiðar aðstæður til hafnar-
bygginga og í framtíðinni mun verða 'hægt að skapa þarna ágætis
höfn. Á landi hafa einnig verið stórstígar framkvæmdir. Nýlega er
lokið við að reisa stórt og myndarlegt barnaiskólahús og glæsilegt
sjúkrahús. Gangstéttir hafa verið lagðar með öllum aðalgötum bæj-