Stefnir - 01.03.1951, Page 73
HRAUÐBITI OG I.ÍKKISTA
71
Vesalings gamla konan hafði varla tíma afgangs til að hafa yfir
bænirnar sínar, og stundum var hún svo þreytt á kvöldin, að hún
sofnaði útaf á meðan hún var að hafa þær yfir.
í fyrsta skipti, sem yfirvöldin veittu henni athygli, skeði það á
einkennilegan hátt. Katrín og Cosimo sátu á dyráþrepinu og voru
að borða súpuna, sem þau höfðu til kvöldverðar, með súpuskálarnar
á hnjánum, þegar hermaður birtist.
„Þú ert ákærð fyrir alvarlegt athæfi,“ sagði hann án nokkurs
formála.
„Þegar þú fórst í gegnum skóginn í kvöld hitturðu ókunnugan
mann.“
Katrín leit á hermanninn, en hallaði sér síðan að bróður sínum
og hvíslaði: „Er þessi maður að tala við mig?“ spurði hún. „Hvað
vill hann?“
„Já, það er við þig, sem ég er að tala,“ sagði hermaðurinn. „Mað-
ur, útlendingur, talaði við þig, þegar þú varst að koma niður fjalls-
hlíðina í kvöld.“