Stefnir - 01.03.1951, Side 76
74
STEFNIR
„Ástandið hefur breytzt í borginni,“ útskýrði bermaðurinn.
„Við lesum ekki blöðin,“ svaraði Katrín varfærnislega. „Við erum
fátæk og getum ekki skipt okkur af annarra málum.“
„Ástandið hefur breytzt,“ hélt hermaðurinn áfram. „Þeir, sem
áður voru óvinir okkar, eru nú bandamenn okkar, og þeir, sem
voru bandamenn okkar, eru óvinir okkar núna, svo að það, sem fyrir
nokkrum mánuðum virtist vera glæpur af þér —“.
„Fyrirgefðu,“ greip Katrín fram í, „en heldurðu virkilega, að þessi
vesæli brauðmoli sé enn þess virði, að um hann sé talað. Ég get full-
vissað þig um, að þetta var aðeins venjulegur brauðbiti, biti af svörtu
brauði einls og við sveitafólkið borðum venjulega; og það var svelt-
andi maður, sem borðaði það. Því ertu að koma svona hvað eftii'
annað og ónáða mig út af svona smáræði?“
„Þvert á móti. Ég bið þig afsökunar,“ reyndi hermaðurinn að út-
skýra. Þú verðskuldar heiðurslaun, heiðursmerki, medalíu. Ég ráð-
legg þér að senda beiðni um það til æðri stjórnarvalda. Ég endur-
tek, að ástandið hefur breytzt síðan, og munurinn milli góðs og ills
hefur einnig breytzt.
„Sonur minn,“ sagði Katrín í meðaumkunar tón, „beldur þú í
raun og veru að gott og illt geti breytzt?“
En bróðir hennar tók málið á annan hátt og spurði hermanninn:
„Gott og vel, þú segir okkur að hlutirnir séu breyttir núna, en hvað
ef þeir breytast aftur? Ég meina, ertu viss um, að þessar breytingar
séu þær síðustu?“
Hermaðurinn reyndi að dylja vandræði sín, með því að sýnast reiður.
„Þú verður að ákveða þig,“ hrópaði hann að Katrínu. „Viltu
medalíu eða viltu hana ekki? Vesalings konan reyndi að róa hann.
„Ég hef þegar fengið heiðursmerki ,“ sagði hún. „Ég fékk fagnaðar-
hátíðarmerkið. Þegar ég var stelpa, fór ég pílagrímsför til Róm, a
því heilaga ári 1900. Er ekki eitt heiðursmerki nóg fyrir mig? Ég
myndi sýna þér merkið ef ég hefði ekki lánað syni mínum það, þeg-
ar hann fór í stríðið." —
Svo kom sumarið 1945, oghermennirnirbyrjuðu að koma aftur heim
til fjölskyldna sinna. Af þessu varð sveitafólkinu ljóst, að styrjöldin
var búin. Til að vera viss um að vera heima, þegar sonurinn kæmi,
fór Katrín nú að vanrækja matjurtagarðinn og grjótflutninginn. En