Stefnir - 01.03.1951, Page 79
Kommúnisminn getur ekki
sameinað Tékka og Slóvaka
Eftir B. S. Nicholls.
ÞEGAR DR. Vladimir Clementis,
sem hafði verið utanríkismála-
ráðherra eftir dauða Jan Masa-
ryk, hvarf skyndilega af stjórn-
málasviðinu, var það með réttu
túlkað sem tákn baráttunnar inn-
an tékkneska kommúnistaflokks-
ins. Það var þó ef til vill ekki
almennt vitað, að faR dr. Cle-
mentis var tákn baráttunnar milli
tékknesku kommúnistanna og
flokksbræðra þeirra í Slóvakíu.
Clementis var Slóvaki og atburð-
irnir í Tékkóslóvakíu eftir að
hann var fjarlægður, hafa sann-
að, að sumir af hinum leiðandi
slóvakísku kommúnistum hafa
istaðið í baráttu við hina tékk-
nesku flokkisbræður sína, og hreyf-
ingar hafa verið uppi, sem unn-
ið hafa að brottvikningum vegna
þjóðernis. Idópur mikilsmegandi
slóvakiskra kommúnista, sem til
þessa höfðu notið fyRstu virð-
ingar innan flokksins, voru
snögglega fjarlægðir úr stöðum
sínum, og á þingi slóvakíska
kommúnistaflokksins sýndu þeir
iðrun með fjölda af bitrum
sjálfsásökunum. Um tíma virtist
svo sem þessi yfirbót hefði jafn-
að úr misfellunum. Atburðirnir
nú upp á síðkastið, hafa aftur á
móti sannað, að blóðið er þykkra
en marxisminn, og að kommún-
isminn hefur enga lausn að bjóða
á hinu eilífa vandamáli: sam-
bandinu milli Tékka og Slóvaka.
ALLT SÍÐAN tékkóslóvakíska
lýðveldið var stofnað 1918, hef-
ur borið meira’og minna á þessu
vandamáli. Lýðveldið var djarf-
leg og eftirtektarverð nýbreytni,
sem margir álitu, að væri vafa-
söm. í alltof margar aldir höfðu
þessir tveir þjóðflokkar þróast
eftir tveim ólíkum línum, Tékk-
arnir innan hins austurríska á-
hrifasvæðis, en Slóvakarnir inn-
an þess ungverska. Bæði hvað
snerti menntun og lífskjör, stóðu