Stefnir - 01.03.1951, Page 82

Stefnir - 01.03.1951, Page 82
80 STEFNIR samvinnufélög“ og með ströng- um aðgerðum gegn því, sem kommúnistarnir kölluðu „sveita- 'þorpa yfirstétt“. Þetta byrjaði með þeim hraða, sem slóvakísku bændurnir áttu þegar í upphafi erfitt með að fylgja, og það virð- ist hafa veriö sýndur talsverður þrái og óvirkni í starfinu við að byggja upp „hin sameinuðu sam- vinnufélög“. Meira en helming- urinn af þorpunum hefur ekki einu sinni komist svo langt, að þau hafi skipað undirbúnings- nefndir, og hinn sífelldi eftir- reketur hefur aðeins aukið á þrá- kelkni þeirra. Þannig er það einnig með iðn- aðinn. Allir eru sammála um að lífskjör Slóvakanna beri að gera jafngóð og Tékkanna, en til þess aö ná því takmarki er nauösyn- legt að byggja upp iðnaðinn í landinu. En slóvakísku iðnaðar- mennirnir, sem var fyrir ári síð- an, voru sauðahiröar, hafa hvorki 'þá leikni né vinnuhraða, sem þarf til þess, að þeir geti séð um sinn hluta af framleiðslunni. Iðn- aðurinn í Slóvakíu var talsvert undir því marki sem ákveðiS var um framleiðslu ársins 1950. Iðnframleiðslan er fyrst og fremst miðuð við þungaiðnaðinn, neyzluvörurnar eru aðrar í röð- inni, og Slóvakarnir vita vel að þetta er gert til að uppfylla skyld- ur Tékkóslóvakíu við Sovétsam- veldin og muni á engan hátt bæta þeirra eigin lífsafkomu. Og ein- mitt þetta er ein ástæðan enn fyrir óróa og andstöðu. Þeir eru kúgaðir til að vinna meira og fá mjög lítið fyrir erfiði sitt. EN SUNDRUNGIN milli Tékka og Slóvaka í dag á sér einnig aðr- ar og dýpri rætur. Það mikilvæg- asta eru vissulega ofsóknirnar gegn katólskum mönnum. ÞaS er ekki aSeins atriði, sem við kerú- ur sambandinu milli ríkis og kirkju í Tékkóslóvakíu, það er mikilvægasti þátturinn í hinu þjóSernislega vandamáli. Mikill meiri hluti Slóvaka eru ákafir katólikkar, og þeir vita vel að þær raunir, sem kirkjan nú verð- ur að þola, eiga upptök sín í Prag, þar sem kommúnistarnir hafa tekið Rússana sér til fyrir- myndar bæði í hugsjón og fram- kvæmd, hvað snertir trúarleg málefni: Það var ekki í Bæheimi og Mæri, heldur í Slóvakíu, sem sýnd var virk mótstaöa, þegar préstarnir voru handteknir eftir fölskum ákærum, og klaustrun- um lokað. Katólskir menn í Sló- vakíu eiga ekki auðvelt með að gleyma þessu ofbeldi gegn kirkj- unni.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.