Stefnir - 01.03.1951, Side 89

Stefnir - 01.03.1951, Side 89
gera áriS 1901? BEVIN. Ernest Bevin var þá tvítugur og ók flutn- ingavagni fyrir fyrir- tæki i Bristol, sem seldi heilsubrunnavatn, og hafði 22 shillinga í laun á viku. Hann gerð- ist prédikari, en setti alvarlega pólitískan blæ á trúarsamkomur sínar. Um sama leyti sótti hann fundi Verkamanna- flokksins í fyrsta sinn og tók nú að stunda stjórnmálastarfsemi og skipulagningu verkalýðs- félaga, og náðu þessi áhugamál sífellt sterk- ari tökum á honum, þar til þau urðu ríkjandi afl í lífi hans. „Með heilbrigðu skipu- lagi, fullkomnum skiln- ingi eg með því að sam- eina auðlindir vorar eins og auðið er, trúi ég þv£, að vér getum komið í veg fyrir þriðju heims- styrjöldina . . 6. september 1950. NEHRU. Jawaharlal Nehru var þá 12 ára að aldri, bjó í höll föður síns, Motilal Nehru, í Allahabad, og las enskar bókmenntir hjá enskum kennara til þess að búa sig undir inngöngu í Harvard há- skóla. Hann stundaði guðspeki, en varpaði henni skjótt fyrir borð. „Það er ekki auðið að tryggja einu landi frið, nema friður ríki hvar- vetna. í þessum þrönga og mótsetningafulla heimi eru stríð, friður og frelsi hvert öðru háð. I*ess vegna er ekki nög fyrir neitt eitt ríki að tryggja frið innan sinna eigin landamæra heldur er einnig nauðsynlegt fyrir það að leggja sig til hins ítrasta fram um að aðstoða við verndun friðar um allan heim.“ Október 1949. pius pAfi xn. Eugenio Pacelli var þá 25 ára gamall, prestur við „söfnuð hinna sér- stöku kirkjulegu mál- efna,“ og var sendur til London með persónu- legt samúðarbréf frá Leo páfa þrettánda til Ját- varðar sjöunda, vegna dauða Victoriu drottn- ingar. „Kirkjan liefur ekki aðeins bent á misbeit- ingu kapitalismans og eignarétt þann, sem það hagkerfi eflir og vernd- ar, en hefur einnig kennt, að fjármagni og eignum verði að beita sem framleiðslutæki í þágu þjóðarheildarinnar og stuðla að verndun frelsis og virðingar mannsins.“ September 1950.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.